Gott mál - En hvað með álminjasafn?

Þetta er til fyrirmyndar að fjarlægja strax þessi mannvirki á Reyðarfirði, sem ekki er not fyrir lengur. Þessir tankar og aðrir þeim skyldir hafa sett mikinn svip á þorpið síðustu árin en nú er tími þeirra liðinn og hugmyndin um miðbæjarskipulag þarna upp af höfninni er auðvitað borðliggjandi. Þarna og í næsta nágrenni var í raun miðbær Reyðarfjarðar með höfuðstöðvar Kaupfélags Héraðsbúa, sem miðpunktinn.

En svo er spurningin. Ætla Reyðfirðingar ekki að koma sér upp álminjasafni til að sýna komandi kynslóðum stóra stökkið sem varð þar eftir þriggja áratuga bið? - Það væri þörf viðbót við stríðsminjasafnið sem þar er. Þetta tvennt; álið og stríðið er líklega það sem áhrifaríkast hefur verið fyrir Reyðarfjörð í gegnum tíðina að síldarárunum kannski slepptum.  


mbl.is Miðbær í stað sementsturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Rétt Halli, en Reyðarfjörður var aldrei virkilegur síldarbær. Það er stríðið og álið sem eiga heima þarna á safni, því ekkert tvennt hefur haft jafnmikil áhrif á heimsbyggðina síðan hætt var að framleiða skriðdreka úr rústfríu stáli. Nú er stríðið í áli!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt er það, síldin var svo sem ekki eins áberandi á Reyðarfirði og víða annarsstaðar en þeir fóru þó ekki varhluta af henni og í öllum rólegheitunum síðustu áratugina hlýtur hún að skipa þriðja sætið hvað áhrif á samfélagið snerti. Veit svo sem ekki úr hverju helstu stríðstólin eru framleidd í dag. Ál er hins vegar, eins og margt annað, notað bæði í friðsamlegum og fjandsamlegum tilgangi. - Til hamingju með blaksigurinn Elma og allir Norðfirðingar.

Haraldur Bjarnason, 17.4.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband