Átti Einar virkilega von á einhverju?

Ætli Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hafi virkilega búist við einhverjum stórtíðindum varðandi þorskstofninn úr togararallinu? - Ef svo er þá er hann örugglega einn um það. Ég efast stórlega um starfsmenn Hafró trúi því sjálfir að eitthvað jákvætt geti komið út úr því. Þetta togararall er eflaust nýtilegt til margra góðra vísindalegra hluta og rannsókna. En að nota það við að ákvarða stærð þorskstofnsins hefur alltaf verið furðulegt og er enn. Enda geta eflaust margir tekið undir ummæli Guðjóns Arnars á alþingi í gær.

Svo segir ráðherra að hlutirnir þokist í rétta átt. Það er allur árangurinn eftir áratuga verndun þorskstofnsins. Allsstaðar er fiskur og allir verða varir við hann mema Hafró, sem ráðherrann verður svo að taka mark á. Ekki er hægt að taka fram fyrir hendurnar á mönnum sem hafa menntun og þekkingu til. - Það er löngu tímabært að stokka upp spilin í þessum málum og viðurkenna að það hefur verið vitlaust gefið frá upphafi.

 


mbl.is Vorrall færir vonarneista en engin stórtíðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband