Nú væri gott að reikna líka út langlundargeð Íslendinga

Það er svoldið gaman að fylgjast með umfjölluninni um mótmæli bílstjóranna og hvernig hún þróast. Nú er svo komið að áherslan er orðin á lagabrot þeirra og það sem er athyglisverðara það er farið að reikna út kostnað. Auðvitað þarf þá alltaf að gefa sér einhverjar forsendur og þannig er hægt að reikna endalaust. Bara spurningin um hvaða forsendur eru gefnar. Öll mótmæli, hvort sem það eru verkföll eða annað er hægt að reikna út í háan kostnað. Það er í raun og veru hægt að reikna allan fjandann út, bara að gefa sér einhverjar forsendur. Svo má líka reikna út kostnaðinn af því að mótmæla ekki. Hvar væri almenningur staddur í dag ef ekki hefði orðið til verkalýðshreyfing til að mótmæla bágum kjörum? - Þetta er eflaust hægt að reikna líka. Svona lagað verður nú hins vegar aðallega skemmtiatriði.

En allt er þetta svo sem góðra gjalda vert og það eru mótmælin líka. Staðreyndin er bara sú að langlundargeð okkar Íslendinga er það mikið að aldrei er farið út í mótmæli fyrr en verulega er gengið fram af fólki. - Nú er komið að talnaglöggum mönnum að reikna út langlundargeðið. -T.d. hve mikla þolinmæði þarf til að koma af stað mótmælum? - Hvert er þanþol þolinmæðinnar? - Út frá þessu og mörgu fleiru er eflaust hægt að búa til skemmtileg reikningsdæmi.

Svo er hægt að færa þetta yfir á vegakerfi landsins. Hvernig væri að skoða hve miku eldsneyti er búið að eyða í bið við fjallvegina vegna ófærðar? - Hve mikið er vinnutapið vegna þeirra?- Hve margar flugferðir hafa tapast? - Hvað hefur allur snjóruðningurinn kostað? - Eflaust segir einhver að þetta sé vegna náttúrunnar en hitt af völdum manna. - Svo einfalt er það ekki. Vegir og samgöngumannvirki eru mannanna verk og Vegagerðin hefur reiknað út arðsemi í gegnum tíðina áður en farið er í framkvæmdir. Þar er bara spurning um að gefa sér forsendur líka.

Svona mætti lengi telja og án efa kemur margt athyglisvert í ljós. Álíka útreikninga má svo gera út frá tregðu í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Þetta er hins vegar ekki stóra málið. - Stóra málið er að gengið hefur verið fram af fólki og aðgerðir bílstjóranna eru í raun mótmæli alls almennings, þótt einstaka maður hafi orðið pirraður yfir töfum, þá er ekki annað að sjá og heyra en allur almenningur styðji þau og ekki ólíklegt að fleiri mótmælaaðgerðir verði og það á öðrum sviðum en þeim sem snerta eldsneytisverð. IMG 0479


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband