Er ekki verkefni fyrir Samkeppniseftirlitið að kanna verðmyndun grásleppuhrogna?

Já grásleppuveiðarnar fara misjafnlega af stað eftir veiðisvæðum, eins og vejulega. Þær máttu hefjast fyrir norðan- og norðaustanverðu landinu um miðjan þennan mánuðinn og fréttst hefur af þokkalegum afla austast en minna fyrir Norðurlandinu. Veðrið hefur líka sett strik í reikningin, eins og oft áður hjá þeim sem fyrst byrja. Enn einu sinni heyrist frá grásleppusjómönnum að lágt verð sé greitt fyrir hrognin. Þetta hefur verið árvisst undanfarin ár og liðin sú tíð að greiddar væru 70 þúsund krónur fyrir tunnuna eins og hæst var. Nú tala menn um 50 þúsund, eða þaðan af minna. - En það merkilega er að nánast sama virðist hver kaupandi hrognanna er, verðið er allstaðar svipað. Kannski svona álíka verðmunur og á matvörunni í verslunum, 1 króna til eða frá. - Hvar er Samkeppninseftirlitið? - Maður veltir því fyrir sér núna þegar fregnir berast af því að Samkeppniseftirlitið vilji fá öll gögn frá Búnaðarþingi varðandi verðlag landbúnaðarvara, hvort ekki sé ástæða fyrir þá stofnun að hnýsast aðeins í verðmyndunina hjá grásleppuhrognakaupmönnum. - Starfsemi þeirra og samráð um verð hlýtur að heyra undir Samkeppniseftirlitið eins og verðmyndun á mjólk eða kjöti. Grásleppuveiðar skipta talsverðu máli fyrir mörg minni sjávarpláss landsins, ekki síst núna eftir allan þorskniðurskurðinn. Ásættanlegt verð fyrir hrognin skiptir því lífsafkomu talsvert margra miklu máli. - Af stað nú Samkeppniseftirlit!!!! - Kannið verðmyndun hjá grásleppuhrognakaupmönnum. 
mbl.is Of snemmt að spá um útkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband