Í viðkunnanlegu Eurovisionsæti

"Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi". - Glæsileg fyrirsögn og einstaklega snjallt að koma með frétt um þessa rannsókn núna á þessum miklu tímum hagsældar og stöðugleika. Það er eiginlega merkilegt að Bretarnir skuli hafa komist að þessari niðurstöðu eftir heils árs rannsóknarvinnu. Eins gott að þeir voru ekki að dunda við þetta núna. Ísland er í 16 sæti í þessari rannsókn, sem er sama sætið og við lendum oftast í þegar söngvakeppni Evrópu er haldin. Við höfum nú ekki alltaf verið par ánægð með það sæti en þarna eru líka þekktar Eurovision-þjóðir í toppsætum, eins og Svíþjóð og Lúxemborg, í öðru og þriðja sæti. - Kannski ætti topplið Páfagarðs í "stöðugleika og hagsæld" að spreyta sig í Eurovision næst.
mbl.is Mikil hagsæld og stöðugleiki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband