Símalínur virka nefnilega í báðar áttir

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður sem koma fram í skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar en koma kannski ekki á óvart. Það er ekki bara Eyjafjarðarsvæðið sem verður út undan í þessum efnum þótt auðvitað sjáist merki þessarar "byggðastefnu" best þar. Nýlegar fréttir á þessum nótum segja allt sem segja þarf, en eru þó lítið brot af heildinni. Fasteignamat ríkisins ákvað að leggja niður starfsemi í Borgarnesi og á Egilsstöðum, Umhverfsstofnun er að leggja niður starfsemi á Akureyri. Nýr þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs verður í Reykjavík og eflaust er fleira hægt að nefna, sem ekki hefur komist í fréttirnar. Á meðan bætast við störf á höfuðborgarsvæðinu. Það eru helst fyrirtæki í einkarekstri, sem sjá sér hag í að nýta starfskrafta landsbyggðarfólks og þá tækni sem fyrir hendi er. Þannig er t.d. stærsta úthringiver landsins á Akureyri. Það er líka athyglisvert að þrír af hverjum fjórum forsvarsmanna ríkisstofnanna telja að hægt sé að vinna hluta starfa stofnanna þeirra á landsbyggðinni. Hingað til hefur því verið haldið fram að hjá forstjórunum sé flöskuhálsinn. Stjórnmálamenn hafa á liðnum árum talað digurbarkalega um þá miklu möguleika, sem tækni nútímans bjóði upp á í þessum efnum, en lítið verður úr framkvæmdum. Eitthvað hefur að vísu verið gert, rukkun sekta og eitthvað af starfsemi Íbúðalánasjóðs hafa verið flutt, svo dæmi séu tekin, en samkvæmt þessari skýrslu er sá flutningur ekki í neinu samræmi við fjölgun starfa hjá ríkinu. Maður hefði nú kannski haldið að á tímum einkavæðingar myndi störfum hjá ríkinu fækka en það virðist ekki raunin. Þeim fjölgar og er hlaðið niður á suð-vesturhornið. - Það er kominn tími til að ráðamenn átti sig á því að nettengingar og símalínur virka í báðar áttir en ekki bara að sunnan.- Mér er alltaf minnisstætt, í þessu sambandi, þegar höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins voru fluttar til Egilsstaða á sínum tíma. Þá afhenti Jón Loftsson skógræktarstjóri öllum skógarvörðum landsins faxtæki og gat þess sérstaklega að þau virkuðu í báðar áttir. Þetta var táknrænt en þetta var fyrir tíma nettenginganna og faxið því helsti samskiptamátin auk símans.
mbl.is Ekki á móti flutningi starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband