Til hamingju AFL
6.3.2008 | 09:53
Ástæða er til að fagna þeim áfanga sem AFL, starfsgreinafélag á Austurlandi, hefur náð í baráttu sinni fyrir sjálfsögðum mannréttindum erlendra starfsmanna, sem ráðnir voru til vinnu hér á landi af starfsmannaleigum. Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls, og hans fólk hefur ekkert gefið eftir í baráttunni þrátt fyrir mótmlæti og á tíðum svívirðingar vegna þessara mála. Nú hafa GT verktakar viðurkennt upp á sig skömmina, en þó ekki nema að hluta. Þetta ætti að verða öðrum víti til varnaðar, því öruggt er að hér er ekki einsdæmi á ferðinni og pottur brotinn víða um land. Verkalýðshreyfingin hefur staðið sig vel og nú vinna menn þar að samræmingu aðgerða og nýta sér án efa reynslu Austfirðinga í þessum efnum.
Greiddu 4,2 milljónir kr. í vangreidd laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gera stjórnvöldum skömm til, enda gekk oft fram af manni algert afskiptaleysi af Kárahnjúkum, oft eins og Lögregla og Vinnueftirlitið væri með nálgunarbann á sér.
Hvarflaði oft að manni að þessir aðilar væru sveltir frá svæðinu með ónógum fjárveitingum og mannafla, en svo skeði eitthvað, og halarófan kom upp eftir, oftast í fylgd RÚV, eins og verið væri að vinna auglýsingu en ekki frétt.
Öfugt við Heilbrigðiseftirlitið sem stóð sýna plikt með sóma, Helga vinnur örugglega vel fyrir laununum sýnum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.3.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.