Sparnaðurinn er sá að fækka á landsbyggðinni

Það er merkilegt að fyrstu viðbrögð forsvarsmanna ríkisstofnanna við sparnaði skuli vera að leggja niður starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er að gerast núna hjá Fasteignamati ríkisins og annað hvort eru embættismenn þar að vinna gegn yfirmönnum sínum, sem eru stjórnvöld, eða þá að allt tal stjórnvalda um aukin störf á landsbyggðinni, er innantómt hjal. Skrifstofum Fasateignamatsins í Borgarnesi og á Egilsstöðum verður lokað en skrifstofan á Selfossi heldur þó velli þrátt fyrir að vera í túnjaðri höfuðborgarsvæðisins, heldur nær en Borgarnes. Nú veit ég ekki hvort starfsmenn fasteignamatsins geta unnið öll sín störf á skrifstofu en þó ef ég á tilfinningunni að þeir þurfi öðru hvoru að bregða sér af bæ út á þann vettvang sem þeir starfa við. Störfunum sem eru í Borgarnesi á að sinna frá höfuborginni og kannski ekki of langar leiðir að fara í því tilfelli. Öðru vísi horfir þetta við fyrir austan. Akureyrarskrifstofu Fasteignamatsins er ætlað að sinna verkefnum á Austurlandi. Frá Akureyri eru tæpir 300 kílómetrar til Egilsstaða og auðvitað en lengra á firðina, þeirri starfsemi verður ekki sinnt með góðu mót nema með einhverskonar fjarstýringu. Það geta ekki verið miklir peningar sem sparast við þetta. Einn starfsmaður á Egilsstöðum og tveir í Borgarnesi, eflaust einhver kostnaður við skrifstofuhald en maður bara veltir því fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að ná þessum sparnaði á höfuðborgarsvæðinu. - Hvað segja stjórnarþingmenn og ráðherrar nú?  - Er það stefna þeirra að snúa við þeirri þróun sem þeir þykjast hafa verið að berjast fyrir?
mbl.is Fasteignamat lokar skrifstofum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já satt segirðu hreppsstjóri sæll. Ef hægt er að fjarstýra þessu dóti öllu af höfuðborgarsvæðinu með síma, nettengingum og öðrum samskiptamáta, þá er alveg eins hægt að fjarstýra hlutunum á höfuðborgarsvæðinu af landsbyggðinni. Allt þetta samskiptakerfi virkar nefnilega í báðar áttir.

Haraldur Bjarnason, 5.3.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þingmenn tala voða mikið á dilli dögum, enda kjósum við hellst tungufossa á þing.

Þeir ráða í raun litlu sem engu, það eru einna hellst forstöðumenn Ríkisstofnana sem ráða einhverju, og svo geta Ráðherra ráðskast með sumt.

Skil illa hvers vegna flestar stærri stofnanir tengdar landbúnaðinum eru í Reykjavík, eða að vita og Hafnarmál séu þar, eða hversvegna Landhelgisgæslan þarf að vera þar, eða Vegagerð Ríkisins og fleiri stofnanir.

þessu geta þingmenn breitt með flutningi á lagabreytingu á Alþingi, en þeir virðast vera meira fyrir að tala en gera.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Þær eru oft illskiljanlegar stjórnvaldsráðstafanirnar ( djöfull var þetta flott orð ). Nýlega var fjölgað um tvö störf við Minjasafn Austurlands ( gott framtak ) en vegna niðurskurðar þorskveiðiheimilda - brandari - bæði störfin fóru til Egilsstaða!!

Eysteinn Þór Kristinsson, 5.3.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er margt skrítið við þessar svokölluðu mótvægisaðgerðir vegna samdráttar þorskveiða. Borgarnes fékk meira en Bolungarvík o.s.frv. Gott mál, eins og þú segir Eysteinn, að tvö störf fari til Minjasafns Austurlands, held að vísu að það sé bara tímabundið. En mér skilst á þessu hjá þér að ekki sé það eins gott mál að bæði störfin fóru til Egilsstaða. - Veit að vísu ekki hvar þeir eru búsettir sem koma til með starfa við  þetta en hef þú grun um að störf þeirra snúist um Austfirðingafjórðung í heild og minjar austfirðinga. Býst ekki við að í þeim efnum sé spurt hvort minjarnar séu frá fjörðum eða af Héraði. - En Eysteinn. - Er það ekki einmitt þessi hugsunarháttur og gamla hreppapotið, sem skemmir fyrir Austfirðingum. - Ég man þó eftir einu máli sem allar sveitarstjórnir voru sammála um, bæði af fjörðum og Héraði, utan örfárra einstaklinga, en það var virkjun við Kárahnjúka og álver við Reyðarfjörð. - Einu sinni spurði ég Halldór Blöndal, þáverandi samgönguráðherra um hvort ekki værið komið að því að næstu jarðgöng yrðu á Austfjörðum. - Svarið var einfalt: "Það get ég ekki séð, Ausfirðingar geta ekki einu sinni komið sér saman um hvar þau eiga að vera" - Kannski var framkvæmdastjóri Fasteignamatsins með þetta í huga, þegar hann ákvað að slá af starfsemina fyrir austan. - Allt í lagi, það verður engin samstaða um að andmæla þessu! - Ég er viss um að nú væri búið að tengja alla firði og Hérað saman með göngum hefði Austfirðingum auðnast að standa saman - Kveðja austur.

Haraldur Bjarnason, 6.3.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband