Palli er einn í heiminum

Þessi orð Páls Magnússonar eru í takt við hugsunarhátt hans og þeirra sem stjórna þarna. Það er auðvitað einfaldast að skera niður dagskrána og láta RÚV vera einhverskonar vídeóleigu. Starfsmennirnir verða svo bara í rólegheitum í góðu yfirlæti og hafa ekkert að gera. Þá sleppur Palli við skammir vegna uppsagna.

Auðvitað hlýtur minni dagskrá að þurfa færri starfsmenn. Það er hins vegar ekki það sem við viljum sem njótum dagskrár RÚV. Við viljum dagskrá en ekki einhverja vídeóleigu. Til þess þarf starfsmenn og peninga. Þeim peningum má með góðum hætti deila mun betur en gert er í dag.

Hvað rökstyður til dæmis ofurlaun útvarpsstjóra umfram aðra starfsmenn? - Palli er greinilega einn í heiminum og gerir sér ekki grein fyrir að hann stjórnar almannaútvarpi. Hvorki hann né aðrir stjórnendur þar vita til hvers þeir eru. Þeir halda sig vera í samkeppni en svo er ekki því RÚV er fyrir þjóðina. Þar er sérstaða þess.


mbl.is Engar uppsagnir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sýnir að stjórnendur SÚR (Svæðisútvarps Reykjavíkur) eru fyrir löngu búnir að missa sjónir á hlutverki Rúv. Fréttastofan er að mestu mönnuð af reynslulitlum sperrileggjum og stjórnendum sem kunna nákvæmlega ekkert að stjórna. Því fer sem fer.

HStef (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 12:16

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála síðasta ræðumanni.

Haraldur Bjarnason, 18.8.2010 kl. 13:56

3 identicon

Sástu fréttastjóragúbban í fréttum áðan ? Nú á að flytja Rúvak inn á Háskólann ! Nú fáum við fréttir á færibandi um hversu Háskólinn á Akureyri er ÆÐISGENGINN !  Það kosta auðvitað ekkert að flytja, svona kanski 20-30 millur eða svo. Svo sagði mannkertið að þetta kæmi sér vel fyrir svæðisstöðvarnar... hvað er hann að fara, það er eitthvað að...Af hverju er fréttastofan í Reykjavíkinni ekki flutt inn á einhvern bankanna eða stórfyrirtæki ? Það hljóta að gilda sömu lögmál alls staðar á landinu...

HStef (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband