Færsluflokkur: Bloggar

Lítur vel út við fyrstu sýn

Ekki ætli ég að leggja dóm á það sem fyrirhugað er fyrr en það liggur alveg fyrir. Við fyrstu sýn virðist þetta þó vera það sem getur hjálpað mörgum. Mikilvægt er að bílalánin skuli tekin inn í þetta dæmi en það eru án efa þau sem eru að sliga flesta frekar en húsnæðislánin. En Árni Páll er örugglega á réttri leið með þessu. Bíðum í nokkra daga og sjáum hver lokaniðurstaðan verður.
mbl.is Greiðslubyrði lána færð aftur til maí 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Guðni?

Sláturtíðin var í eina tíð uppgripatími fyrir sveitafólk. Nú hefur sláturhúsum verið fækkað og má þar kenna um svokölluðum hagræðingasjónarmiðum. Ég held til dæmis að ekkert sláturhús sé austur um og norður frá Selfossi til Húsavíkur. Sauðféð fer með bílum mörg hundruð kílómetra leið. Líklega er ekkert atvinnuleysi á þeim stöðum sem sláturhús eru núna og því leitað til útlendinga, nema ef vera kunni að þessir örfáu einkaleyfishafar framsóknarmanna borgi það lélegt kaup að enginn vilji vinna hjá þeim. Hvar er Guðni Ágústsson núna? Þóttist hann ekki verja störf til sveita?
mbl.is Um 500 erlendir starfsmenn í sláturhúsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón klikkar ekki

Fyrrum tæknimaðurinn á útvarpinu á Ísafirði með allt á tæru. Örugglega í góðum gönguskóm og með allt til alls. Jón Björnsson klikkar ekki.
mbl.is Ganga frá Ísafirði til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af tillitssemi við sjúklingana

"Lokað hægt og hljótt." Auðvitað hafa þeir gert þetta af tillitssemi við sjúklingana. Það má ekki loka með einhverjum bægslagangi.
mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalt fangelsi illa nýtt

Það er til gamalt fangelsi á mótum Bankastrætis, Lækjargötu og Hverfisgötu, sem hefur verið illa nýtt áratugum saman, eiginlega alla tíð síðan Arnes útilegumaður úr Akrafjalli sat þar inni og varð síðan fangavörður. Má ekki nýta það núna? Það er hvort sem er ekkert gagn í því sem verið er að gera þar frekar en fyrri daginn.
mbl.is Auglýsir eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfiskaminni

Það verður ekki á íslenska kjósendur logið. Gullfiskaminnið er algjört.
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að þegja

Humm? Sjálfstæðisflokkurinn að álykta um þessi mál. Hver kom þjóðinni í þetta klúður? Er ekki kominn tími til að einhverjir skammist sín og þegi.
mbl.is Ríkisábyrgð tekur ekki gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldrok?

Hvað moldrok tala menn um? Þetta fyrirbæri sem þarna er á ferðinni er alþekkt á Héraði og hefur alltaf verið. Þetta er einfaldlega léttur jökulsandur frá upptökum jökulánna norðan Vatnajökuls. Þegar kólnar í veðri þar efra minnkar vatnsstreymið í árfarvegina og myndar leirur sem síðan fýkur úr í hvassri suðvestanátt. Þetta er það fínn sandur og léttur að hann smígur allsstaðar inn í hús á Héraði. Þetta á ekkert skylt við mold, eins og þekkt er á Suðurlandi. Hvað þá að hægt sé að rekja þetta til Kárahnjúkavirkjuna, enda Hálslón nú fullt af vatni svo flæðir um yfirfallið Jöklu, þar eru því engar sandfjörur til að fjúka úr núna. 
mbl.is Mikið moldrok á Fljótsdalshéraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lúpína og ekki lúpína

Lúpína er góð til síns brúks. Hún bætir jarðveg og því var freistandi hér áður fyrr að planta henni í örfoka land. Því miður var farið offari víða við plöntun lúpínu. Henni var plantað í gróið land þar sem hennar var ekki þörf og því hefur hún breiðst óæskilega mikið út og ekki hopað fyrir öðrum gróðri eins og menn voru að vona. Eina leiðin til að hefta útbreiðslu er að slá hana á vorin áður en hún ber fræ.
mbl.is Lúpínan erfið í Rauðhólum og Laugarási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var rangt farið með?

Kom eitthvað rangt fram í þessum Kastljósþætti um ráðningu þyrluflugmanns? Ef svo hefur verið hefði auðvitað verið auðvelt fyrir Georg gæslustjóra að fá það leiðrétt. Svona hroki er ekki samboðinn embættismanni í hans stöðu. Ef þetta er rétt þarf dómsmálaráðherra að setja ofan í við manninn.
mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband