Sukk og bruðl í skjóli stjórnar OR
3.6.2010 | 10:19
Ofursukk stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur á liðnum árum er nú að koma við pyngju neitenda á orkusvæðinu, sem nær langt út fyrir Reykavík. Fáránlegar fjárfestingar í einu og öðru, sem ekkert hefur með orkuöflun, sölu eða dreifingu orku að gera, kemur nú fram í hækkaðri gjaldskrá. Peningasukkið hefur verið á fleiri sviðum og höll orkuveitunnar í Reykjavík ber vott um bruðlið og spjátrungsháttinn.
Sveitarstjórnarmenn sitja í stjórn Orkuveitunnar og auðvitað hafa þeir vitað að þessi hækkun stóð til fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Þeir kusu hins vegar að þegja um það. Sumir þeirra fengu að vísu skell í kosningunum en ekki allir. Við Akurnesingar eigum aðeins 5% hlut í orkuveitunni en höfum átt þar fulltrúa í stjórn. Hans flokkur fékk skell en sjálfur situr stjórnarmaðurinn enn í bæjarstjórn og getur væntanlega svarað fyrir sukkið þar.
Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki sem hefur alla burði til að vera stöndugt og á að geta veitt notendum orku ódýra og góða þjónustu. Spjátrungsháttur stjórnenda þar síðustu árin er að eyðileggja þetta öfluga fyrirtæki.
![]() |
Heita vatnið þarf að hækka um 37% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Traktorar unglömb miðað við fiskiskipin
2.6.2010 | 14:41
Og hvað með það? Er nokkuð hundrað í hættunni þótt ekki hafi verið fluttir inn traktorar nýlega? Fyrst 383 slíkir voru skráðir 2007 hlýtur traktoraflotinn að vera í sæmilegu lagi. Nema Glitnir og Lýsing séu búin að hirða þetta allt saman. Þá er lítið gagn af þeim sem þar liggja.
Til samanburðar má nefna að meðalaldur íslenskra fiskiskipa yfir 100 brúttótonnum er 32 ár. Traktorar landsmanna eru þvi unglömb miðað við skipin og sjómenn greinilega mun nægjusamari á atvinnutæki sín en bændur.
![]() |
Hrun í sölu dráttarvéla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að hefja sig til sunds
2.6.2010 | 14:31
![]() |
Svamlað um í selalauginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í einkabísniss að maka krókinn á ríkinu
1.6.2010 | 20:30
![]() |
Verð fyrir þjónustu sérfræðilækna hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið líf vegna strandveiðanna
1.6.2010 | 08:52
Strandveiðarnar hafa hleypt miklu lífi í sjávarbyggðir landsins og hafnirnar iða af lífi þegar bátarnir koma að landi. Þegar svona gerist að margir bátar eru settir á sjó, sem ekki hafa verið notaðir til fiskveiða í mörg ár, má búast við einhverjum skakkaföllum. Stundum fara menn af stað af meira kappi en forsjá. Þessir 556 bátar sem eru að veiðum hljóta allir að hafa fengið skoðun og haffæriskírteini svo ef eitthvað er að búnaði þeirra er við skoðunarfyrirtæki að sakast.
Strandveiðibátar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þessar myndir sýna strandveiðibáta á Arnarstapa og Akranesi.
![]() |
Mikið annríki hjá Landhelgisgæslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slíta stjórnmálasambandi strax
31.5.2010 | 18:58
![]() |
Árás Ísraela rædd í utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Enn er vitlaust sagt frá í mbl.is
30.5.2010 | 13:50
![]() |
Meirihlutar féllu víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Röng frétt um tap Sjálfstæðisflokks á Akranesi
30.5.2010 | 01:09
Það er ekki rétt í þessari frétt að Sjálfstæðisflokkur hafi tapað tveimur bæjarfulltrúum á Akranesi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þremur bæjarfulltrúum annars hefði hann ekki getað haft hreinan meirihluta í 9 manna bæjarstjórn. Bæjarfulltrúi Frjálslyndra gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabili og var í framboði fyrir flokkinn núna. Sigurinn er stór bæði hjá Samfylkingu og Framsókn, sem bauð nú fram með óháðum. Báðir flokkar tvöfölduðu bæjarfulltrúatöluna.
Það er athyglisvert að fylgjast með því hvaða sveitarfélög RÚV velur fyrir beinar útsendingar utan höfuðborgarsvæðis. Akranes er langfjölmennasta sveitarfélagið í öllu Norðvesturkjördæmi og skoðanakönnun benti til stórra tíðinda í kosningunum þar. Bein útsending var hins vegar frá Ísafirði og fréttamaðurinn úr Borgarnesi sendur þangað með tilheyrandi kostnaði eftir að hafa tekið myndir á kjörstað á Akranesi kl. 10 í morgun. Síðan er beinar útsendingar frá Akureyri, sem er ósköp eðlilegt, enda tíðinda að vænta þar og bein útsending frá Vestmannaeyjum. Engin útsending hvorki af Vesturlandi, Norðurlandi vestra eða Austurlandi.
![]() |
Meirihlutinn fallinn á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Blankir í stöðugum málaferlum
29.5.2010 | 21:19
![]() |
Pálmi segir fréttir af sér uppspuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður oddviti sveitarstjórnar Reykjavíkur
28.5.2010 | 21:46
![]() |
Vill hvítflibbafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)