Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hvað er fólk að hugsa?

Björgunarsveitir? - Var ekki strax í gær búið að vara við snarvitlausu veðri þarna í dag. Þetta var svo ítrekað í öllum fréttatímum og veðurspá í dag. - Hvað er fólk að hugsa? - Ætla rétt að vona að enginn verði úti í þessu veðri sem gengur yfir vestanvert og norðvestanvert landið.


mbl.is Björgunarsveitir á leið á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki að afsaka neitt

Ásta Möller fylgdi bara stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún þarf ekki að afsaka neitt.
mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir stóru verða stærri

Allt er þetta góðra gjalda vert sem síra Þórhallur segir þarna. Hitt er annað að flokkakerfi er við líði hér á landi eins og framboð L-listans gerir ráð fyrir. Fyrst svo er þá er stofnun nýrra framboða einungis vatn á myllu þeirra stærstu. Atkvæðin dreifast enn meir en gerst hefði ef kraftar þessa fólks væru nýttir innan þeirra flokka sem þegar eiga fólk á þingi. Það gefur því auga leið að þeir stóru verða stærri og hinir litlu ná ekki inn mönnum.
mbl.is Fólkið úr öllum áttum á L-listanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt, stefnan brást ekki

Stefnan brást ekki. Það er alveg rétt sem kemur fram þarna. Stefnu Sjálfstæðisflokksins var fylgt í einu og öllu, einkavæðing í hámarki og það til allra helstu vina ihalds og framsóknar. Stefnunni var fylgt út í æsar og því fór sem fór. Allt í kalda kol.


mbl.is „Heiðarlegt uppgjör“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þetta rugl

Þessi endalausa hringavitleysa getur ekki gengið áfram. Háir stýrivextir auka verðbólgu. Það er engin þjóð með lánskjaravísitölu eins og við. Sú lánskjaravísitala byggir á neyslugrunni frá 2007. Sem væri allt annar ef tekin væri í dag. - Burt með þetta rugl.
mbl.is Vextir fara að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamaður líka

..og einn Skagamaður....Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður á Skessuhorni, er þarna á meðal. Þórhallur er búsettur á Akranesi. Hann er að vísu Fljótamaður að upplagi og bjó lengi á Sauðárkróki en æfir grimmt á Akranesi og segir engan stað betri til skíðagöngu. Að vísu notar hann hjólaskíði megnið af árinu.

Fulltrúi ísbjarnasvæðisins Vasaskíðagöngumaðurinn Þóhallur, að vísu í sól og sumri þarna.


mbl.is Strandamenn í Vasa-göngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband