Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Loksins

Þetta er gott mál og að það skuli samþykkt með öllum greiddum atkvæðum sýnir að þingheimur hefur haft smá samviskubit út af þessu. Loksins hefur það náð fram að alþingismenn eru ekki með nein sérstök hlunnindi umfram aðra opinbera starfsmenn. Hvernig er með hæstaréttardómara og ráðuneytissjóra? Falla þeir undir þetta líka? Það kemur ekki fram í fréttinni.
mbl.is Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt

Venjan er sú að láta ekki vita af hertu eftirliti löggæslu. Hvað er um að vera næstu tvo daga? Er verið að gera einhverja árás á okkur Íslendinga, sem höfum verið uppteknir af peningaplokki samlanda okkar til þessa? - Þetta er hálfkveðin vísa sem þarf að fylgja eftir.
mbl.is Aukið eftirlit í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema strax

Af hverju á endalaust að fresta þessu? Þenna ósóma á að afnema strax.
mbl.is Afnám eftirlaunalaga miðist við kjördag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir fengu þetta?

Tæpar 200 millur til sérfræðiþjónustu vegna bankahrunsins. Í sjálfu sér litlir peningar miðaða við hrunið. Hverjir fengu þetta. Voru það einhverjir einkavinir?
mbl.is 196,5 milljónir vegna hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning?

Kannski arðvænlegt fyrir sumar útgerðir að flytja fiskinn óunninn til útlanda en spurning hvort ekki eigi að setja einhver höft. Hafa skilyrði um vinnslu aflans heima. Það eru jú höft á gjaldeyri.  Útgerðir sem hafa fengið kvóta ókeypis ættu því að vera slíkum höftum háðar. Annað með þá sem keypt hafa kvóta á háu verði.


mbl.is Áforma fleiri sölutúra til Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju ekki tvo?

Það væri nú ekki ofrausn að leyfa þeim að senda tvo tölvupósta, jafnvel þrjá. Þeir þurfa að skýra svo margt út eftir síðustu 18 ár í stjórn.
mbl.is Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valið er einfalt

Ef velja á milli tónlistahúss og landhelgisgæslu þá er svarið einfalt: Landhelgisgæslan.....Takk fyrir...1.500 milljónir þangað.
mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara að hætta

Simmi. Er ekki bara einfaldast að hætta þessu? Þú ert í tómu klúðri.
mbl.is Fundað um stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bænirnar á andlitsbókinni

Þetta er góður kostur. Nú er hægt að biðja bænirnar sínar á andlitsbókinni. Biblían er svo hliðar bók og biskupinn blessar andlitsbókarvini. Amen.
mbl.is Biskupinn kominn á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það ekki marg reynt?

Nei nú þurfum við að taka upp persónukjör að einhverju leiti. Það gengur ekki að þessi fimm prósenta flokkur, sem framsókn er, stýri öllu hér. Með persónukjöri í hverjum flokki getur þjóðin ráðið því hverjir stjórna. Ekki einhverjir utanþingsmenn eða þeir sem eru hættir. Össur er eins og hann er og hann ætti að hætta, sama með Ingibjörgu Sólrúnu. Geir ætlar að hætta og nokkrir aðrir en framsókn ætti að segja af sér í heilu lagi. Sök sér með Sigmund Davíð en allir aðrir á burtu. Til hvers fund með framsókn? Erum við ekki búin að margreyna þann flokk. Eru allir búnir að gleyma misgenginu 1983? Er fólk búið að gleyma 18 ára samstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með tilheyrandi einkavinavæðingu, kvótakerfinu....bara að nefna það? - Tómt klúður allt saman.
mbl.is Sigmundi Davíð boðin sáttahönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband