Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Þarna er stóriðja til framtíðar
3.11.2009 | 10:35
Það er ótrúlegt að garðyrkjubændur hér á landi þurfi að sjá sig knúna til mótmæla vegna hás raforkuverðs. Á sama tíma og við erum að gefa útlendum auðhringum orkuna. Þarna er tækifæri fyrir Íslendinga að koma á fót grænni og umhverfisvænni stóriðju. Hvaða rök eru fyrir því að garðyrkjubændur, sem nota mikið rafmagn, þurfi að greiða hærra verð fyrir það en íbúar í þéttbýli, jafnvel þótt einstaka bóndi noti meiri orku en heilu þorpin?
Það marg borgar sig fyrir íslenskt þjóðfélag að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda og auðvelda þeim að stækka bú sín. Þarna er framtíðarútflutningsgrein fyrir okkur Íslendinga. Við getum ræktað nánast hvað sem er í gróðurhúsum hér með aðstoð allrar þeirrar orku sem til er í landinu.
Stjórnmálamenn! Hættið nú að einblína á málmbræðslur sem einu orkufreku stóriðjuna.
Garðyrkjubændur mótmæla í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað þá?
1.11.2009 | 13:40
Vantar ekki inn þetta hjá Lilju svör við því hvað hægt er að gera í staðinn ef þetta margumtalaða Icesave frumvarp verður ekki samþykkt? Hefur þessi ágæti hagfræðingur svör við því hvernig eylandið Ísland á að bjarga sér eitt og sér í heiminum án fjármálalegra tengsla við næstu nágranna og helstu viðskiptaríki. Það er augljóst að ekki fáum við fyrirgreiðslu frá AGS, ekki frá Norðurlöndunum og allar líkur eru á að öll Evrópusambandsríkin haldi okkur úti kuldanum með viðskipti og fyrirgreiðslu.
Allt í lagi Lilja. Við samþykkjum ekki Icesave en hvaða leiðir eru okkar færar þá? - Því þarftu að svara.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Úbbs!
1.11.2009 | 12:24
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)