Skattar koma ekki án atvinnustarfsemi

Sementsverksmiðjan á Akranesi á þegar við vanda að etja. Mikill samdráttur í byggingastarfsemi síðasta árið hefur valdið því að nú eru starfsmenn verksmiðjunnar aðeins í hálfu starfi og slökkt á ofninum fram á vorið. Hjá Sementsverksmiðjunni hefur verið gert átak í að minnka útblástur og í nýju starfsleyfi hennar er gert ráð fyrir að endurvinna ýmsan úrgang í eldsneyti. Verði þessar hugmyndir um skatta á verksmiðjuna að veruleika spyr maður sig hvernig ríkið ætlar að hafa tekjur af sköttum hjá fyrirtækjum sem lögð verða niður. Það þarf atvinnu til að skapa skatta. Það þarf framleiðslu til að standa undir þjóðfélaginu. Sementsverksmiðjan notar innlend hráefni en eldsneytið er enn innflutt, svo verður ekki ef verksmiðjan verður rekin áfram. Er betra fyrir ríkið að láta loka þessu framleiðslufyrirtæki, sem allt í allt skapar yfir hundrað störf, og flytja inn allt sement með tilheyrandi gjaldeyriseyðslu. - Það er ekki víst að Ålborg Portland verði með sementið á afslætti þegar það er orðið eitt á markaðnum. - Ákvarðanir um skattahækkanir þarf að taka í samhengi við raunveruleikann.


mbl.is Nýr kolefnisskattur lokar Sementsverksmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldur þeir setja kolefnisskatt á innflutt sement?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Haukur Sigurðsson

Þeir ættu kannski bara að vanvirða þennan skatt.  Sjá hvort ríkið vilji semja þegar það væru þeir sem þyrftu að ganga beint að fyrirtækinu og taka það úr sambandi í einhverju ljótu innheimtumáli.  Bara svona ein róttæk hugmynd.  Það kviknar í manni allskonar svona herskátt rugl þegar stjórnin hagar sér svona skringilega. 

En eins og síðuhöfundur segir svo réttilega:  Ekkert í gangi=engir skattar!

Haukur Sigurðsson, 14.11.2009 kl. 09:58

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lækkun skatta mundi sennilega skila meiru til ríkisins en auknir skattar.. það er samdráttur í dag á klakanum og hann minnkar pottþétt ekki með auknum sköttum því þá hefur fólk minna á milli handana og sama gildir um fyrirtækin... ríkið má alveg fara á hausinn.. það gerir ekki svo mikið til í raun.. en það er rangt að láta þegnana og fyrirtækin fara á hausinn í leiðinni.. þá er búið að loka á framtíðina..

Óskar Þorkelsson, 14.11.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband