Búið að reikna án forsenda
11.11.2009 | 07:49
Mogginn er þegar búinn að reikna og slá því upp á forsíðu að verðlag hækki um 1% við boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að útfærsla skattahækkananna liggi ekki endanlega fyrir, eins og kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur í viðtali við mbl.is í gær. Forsendurnar fyrir þessum útreikningi eru því ekki fyrir hendi. Miðað við stærð fyrirsagnarinnar á forsíðu virðist Moggamönnum þykja þetta eina prósent stórmál. Í fréttinni segir svo að skattar hinna lægst launuðu lækki lítilsháttar, eða um eitt prósentustig. Matið á hlutunum hjá Mogganum er því greinilega misjafnt eftir því hvort hentar pólitíkinni.
Satt að segja reikna ég með mun meiri hækkun verðlags þegar upp verður staðið því hin fáránlega lánskjaravísitala sem við búum við hleypur upp við allt sem fyrirhugað er að gera. Það er eignamönnum til bóta en skuldurum til baga.
Verðlagið upp um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir geta bara ekki lesið án pólitísku gleraugnanna:
"verði fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti að veruleika".
Gulli (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 08:12
Gulli það er rétt að í fréttinni kemur þetta sem þú nefnir fram. Fyrirsögnin á forsíðu Moggans í dag er hins vegar fullyrðing og engir fyrirvarar þar. Áherslurnar eru því augljósar.
Haraldur Bjarnason, 11.11.2009 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.