Þarna er stóriðja til framtíðar
3.11.2009 | 10:35
Það er ótrúlegt að garðyrkjubændur hér á landi þurfi að sjá sig knúna til mótmæla vegna hás raforkuverðs. Á sama tíma og við erum að gefa útlendum auðhringum orkuna. Þarna er tækifæri fyrir Íslendinga að koma á fót grænni og umhverfisvænni stóriðju. Hvaða rök eru fyrir því að garðyrkjubændur, sem nota mikið rafmagn, þurfi að greiða hærra verð fyrir það en íbúar í þéttbýli, jafnvel þótt einstaka bóndi noti meiri orku en heilu þorpin?
Það marg borgar sig fyrir íslenskt þjóðfélag að lækka raforkuverð til garðyrkjubænda og auðvelda þeim að stækka bú sín. Þarna er framtíðarútflutningsgrein fyrir okkur Íslendinga. Við getum ræktað nánast hvað sem er í gróðurhúsum hér með aðstoð allrar þeirrar orku sem til er í landinu.
Stjórnmálamenn! Hættið nú að einblína á málmbræðslur sem einu orkufreku stóriðjuna.
Garðyrkjubændur mótmæla í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú! Mér sýnist nú þeir að þeir fái orkuna á ágætum kjörum, ólíkt öðrum iðngreinum
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 17:37
Garðyrkja er nú ekki iðngrein en burt séð frá því þá get ég nefnt þér dæmi Gunnar að á Bifröst í Borgarfirði búa 200 manns og það er skilgreint sem þéttbýli. Garðyrkjubóndi í nágrenninu sem notar margfalt meira rafmagn en allt þéttbýlið á Bifröst borgar þrisvar sinnum hærra verð fyrir rafmagnið en Bifrestingar vegna þess að hann býr í dreifbýli. Þetta er óréttlátt og sama gildir um iðnfyrirtæki í þéttbýli og iðnfyrirtæki í dreifbýli, rafmagnskostnaðurinn er mun hærri þar sem dreifbýli er skilgreint.
Haraldur Bjarnason, 3.11.2009 kl. 19:17
Ég er skrúðgarðyrkjufræðingur og það hefur verið lögvernduð iðngrein í um eða yfir 30 ár. Áhugi hefur lengi verið fyrir því að aðrar garðyrkjugreinar fylgi í kjölfarið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 21:54
Garðyrkjubændur eru nú fæstir skrúðgarðyrkjufræðingar Gunnar. Er þitt starf ekki frekar með lögverndað starfsheiti en sem lögvernduð iðngrein? Annars skiptir þetta engu þegar talað er um raforkuverð til bænda.
Haraldur Bjarnason, 3.11.2009 kl. 22:45
Skrúðgarðyrkja er lögvernduð iðngrein.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.