Bölvað rugl

Hvaða bölvað rugl er þetta í löggumönnum á Austurlandi. Þeir hafa ekkert með svona stórhættulegt ofbeldistæki að gera frekar en aðrar löggur. Það er marg búið að sýna sig að misjafn sauður eru í mörgu fé lögregluþjóna þót þeirra á meðal séu margir sem treystandi er fyrir svona tóli þá eru því miður alltof margir í lögreglustétt sem ekki er treystandi fyrir að meðhöndla svona græju. Kærumál á hendur lögreglu undanfarið sýna það. Notið bara gömlu aðferðina sem löngum hefur reynst góðlegum löggum landbyggðarinnar vel: Talið fólk til.
mbl.is Lögreglan á Austurlandi vill líka fá Taser valdbeitingartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur greinilega aldrei starfað sem lögreglumaður. Gott að liggja upp í sófa og þykjast vita allt. Ég get sagt þér það að lögreglumenn út á landi hafa þurft að bakka út úr erfiðum aðstæðum vegna þess að þeir eru t.d. einir á vakt eða ráða ekki við ofbeldismanninn.

Þetta er ekki svona auðvelt"tala fólk til."

Kveðja

Lögga í sveitinni.

Jón (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 11:22

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú sem kallar þig Jón. Skilaboðin eru skýr. Mál verða aldrei leyst með ofbeldi og það er betra að bakka út úr erfiðum aðstæðum en beita skotvopnum eins og þessar rafbyssur eru, því þær eru lífshættulegar á við skotvopn.

Haraldur Bjarnason, 31.10.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála þér Halli. Vopnaburður í hvaða mynd sem það er, er tæki hinna fávísu.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.11.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband