Breyta þarf kvótaúthlutun í takt við breyttar göngur

Makríllinn er kominn til að vera í íslenskri lögsögu og nú þarf að leyfa smábátum að veiða þennan úrvals matfisk líka. Ekki einangra kvótann við bræðsluaustur uppsjávarskipa í vor. Þetta er svipað og með skötuselinn. Nokkrar útgerðir á suður- og suðausturlandi ráða þar öllum kvóta í ljósi gamallra göngumynstra. Ef lögum verður ekki breytt kemur öll aukning í þeirra hlut og útgerðarmenn á Vesturlandi þurfa áfram að leigja af þeim kvóta þótt skötuselurinn veiðist nú aðallega fyrir Vesturlandi. Norðmenn hafa staðið í vegi fyrir samningum um makrílinn eins og þeir hafa löngum gert um vorgotssíldina. Þeir halda því fram að þessir stofnar séu ekki í íslenskri lögsögu. Nú veiddist öll vorgotssíldin í íslenskri lögsögu og hvað segja Norðmenn þá? Eitt er ljóst að úthlutun aflaheimilda, sem byggir á gamalli reynslu, er óréttlát með breyttu göngumynstri fiskistofna við hlýnun sjávar. Þetta á jafnt við um íslenska fiskveiðiráðgjöf og norskan samningavilja.
mbl.is Makríll gefur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

'eg er sammála þér Halli.  Við verðum að hafa möguleika á að breyta úhlutunum eftir göngum nytjastofna.  En samt er það ekki gott fyrir okkur því að mikið af okkar Þorski er komin í Barentshafið núna.  Það er eins og að allt lífríki sé að færast Norður eftir vegna hlínunar jarðar.

Einar Vignir Einarsson, 5.10.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Nenni þetta er bara nokkuð sem menn hafa séð fyrir á liðnum árum. Allir nema Hafró.

Haraldur Bjarnason, 5.10.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband