Ekki orsök þenslunnar
3.10.2009 | 08:02
Hvað sem segja má um Kárahnjúkavirkjun þá er hún ótrúlegt mannvirki og í raun frábært afrek. Sjálfur hef ég aldrei getað sannfærst um nauðsyn þessa mikla mannvirkis hefði frekar kosið minni virkjun þar eystra. Virkjunin sjálf stendur framar vonum. Hún framleiðir 7% meiri orku en áætlað var í upphafi og leki úr Hálslóni er mun minni en gert var ráð fyrir, þannig að hún stendur undir væntingum og vel það. Ég átti þess kost að vinna þarna eitt sumar, að vísu við Hraunaveitu, sem er nokkurs konar hliðarvirkjun en það veitti mér betri innsýn en áður í þetta risaverkefni. Þrátt fyrir allt get ég ekki séð að Kárahnjúkavirkjun ein og sér sé ástæða þenslunnar í landinu á byggingarárum hennar. Þenslan var mest á höfuðborgarsvæðinu eins og kemur berlega í ljós núna í hruninu. Þar áttu bankarnir stærstan hlut og eftirlitsleysið með starfsemi þeirra.
Framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með tilkomu Karahnjúka fór skriðan af stað , það er afskaplega erfitt að neita því.. það er nóg að skoða ferlið á erlendum lánum til landsins sl 20 ár eða svo. Með tilkomu Kárahnjúka fór allt til andskotans.. margföld upphæð fyrri lána kom með þessu mannvirki.
Að halda því fram að þenslan hafi bara verið fyrir sunnan, þá ber það vott um mikla þröngsýni. Jú bankarnir og stofnanirnar eru þar.. peningastreymið er fyrir sunnan .. framkvæmdin sjálf úti á landi.. hefði þér liðið betur ef Lansvirkjun hefði tekið ákvörðunina á Valaskjálf ?Þá hefði þenslan verið tengd Egilstöðum en ekki reykjavík.. eða hvað ?
Óskar Þorkelsson, 3.10.2009 kl. 08:30
Þennslan og síðan hrunið hefur ákkúrrat ekkert með Kárahnjúkavirkjun að gera Óskar. Það var fyrst og fremst eftirlitsleysi með bankagaurunum sem olli. Þeim voru aldrei skapaðar leikreglur enda mátti það ekki í nafni frelsisins. Þar skiptir engu hvar ákvörðun um þessa virkjun hefði verið tekin. Hins vegar er ég sammála þeim sem segja að minni virkjun hefði verið betri kostur.
Haraldur Bjarnason, 3.10.2009 kl. 08:49
Kárahnjúkar eru upphafið af nýajir tíma þenslu.. þótt færa megi sterkari rök fyrir því að kvótinn hafi orsakað mestu þensluna í bankakerfinu.. einkavinavæðing bankanna var svo dropinn sem fyllti mælinn..
Þegar ég kom til íslands etir rúm 9 ár í skandinavíu mætti mér frumskógur af byggingakrönum.. hvert sem maður fór.. rvk, hf,kóp mosó.. allt moraði í byggingarkrönum.. allt á fullu.. klikkun sem ekki varð séð fyrir endan á.. geðbilun bæjaryfirvalda og enn meiri geðbilun bankana með lán.. auðveld lán .. skipulagsleysi og samskiptaleysi á höfuðborgarsvæðinu var augljós...
Sem betur fer Halli er ég farinn af þessu skeri og á ekki afturkvæmt nema sem ferðamaður.. og þá með rauðan passa en ekki bláan.
Óskar Þorkelsson, 3.10.2009 kl. 09:46
Upphafið að öllu bullinu liggur í kvótakerfinu.....
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2009 kl. 10:30
Óskar. Þú virðist geta fullyrt að skriða hafi farið af stað við byggingu Kárahnjúka. Þér ætti því að reynast það auðvelt að skýra út hvers vegna 133 milljarðar í Kárahnjúkavirkjun hafði meiri þensluhvetjandi áhrif en 1.400 milljarðar sem fóru í að búa til óarðbæra steinsteypu í Reykjavík.
Þeir 200 milljarðar sem komu vegna, byggingar álversins, voru erlendis frá og megnið af starfsmönnunum einnig. Fáir Íslandingar fengust til að vinna þau verk, vegna þenslunnar í Reykjavík.
Þeir peningar geta því varla talist með þenslu né verkamennirnir sem hurfi til sinna heima að loknu verki. Ekki þurfti að setja þá á atvinnuleysisbætur né finna þeim önnur verkefni, þeir voru ráðnir tímabundið.
Við getum samt gefið okkur að það séu 333 milljarðar, samtals í virkjun og áler, sem er samt einungis brot af þeim 1.400 milljörðum sem fóru í steinsteypu og "tilbehör" í Reykjavík.
Það hentaði hins vegar málpípum bankakerfisins að kenna Kárahnjúkavirkjun um þensluna til að klóra yfir eigin skít, sem öllum ætti nú að vera ljóst að var talsverður.
Benedikt V. Warén, 3.10.2009 kl. 14:27
Benedikt. 133 milljarðar sem fóru í gegnum bankana. bankarnir geta lánað út á þetta sem eign 9 krónur af hverri 1 krónu. 133 sinum 9 slagar hátt í þessa 1400 milljarða.
Fannar frá Rifi, 3.10.2009 kl. 22:14
takk Fannar :)
Óskar Þorkelsson, 5.10.2009 kl. 14:39
Það átti aldrei að fara út í Kárahnjúkavirkjun fyrst og fremst af umhverfisástæðum.
HStef (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.