Roðlaust og beinlaust bull hjá Kristjáni

Björn Valur tekur Kristján Þór illa í bakaríið þarna enda á hinn síðarnefndi það svo sannarlega skilið eftir þetta roðlausa og beinlausa bull. Það væri betra ef einhverjir samflokksmenn Kristjáns Þórs gerðu hið sama og Björn Valur og reyndu að afla gjaldeyris upp í allt sukkið sem Kristján og flokksbræður hans eru búnir að koma þjóðinni í. Svo má nú ekki gleyma því að varamaður Björns Vals situr á þingi og er full fær um að sinna störfunum þar meðan Björn Valur stendur við sitt gagnvart útgerð Kleifabergsins.
mbl.is Svarar Kristjáni Þór fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha þessi var góður.. Kristján og hans félagar í sjalfstektinni ættu að skammast sín.

Óskar Þorkelsson, 22.7.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Heitir þetta ekki að kasta steinum úr glerhúsi?

Magnús Sigurðsson, 22.7.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Málið snýst um það hvort Björn Valur líti á vinnu þá sem hann er kjörinn til sem aðalstarf eða aukastarf.  Það gengur ekki lengur að kjörnir fulltrúar kasti til höndum með því að vera uppteknir í mörgum störfum.  Hjá Birni Vali snýst þetta sennilega um möguleikann á að drýgja þingfararkaupið, en hann meldar sig þannig út af Þingi á þeim tíma sem menn verða hvort sem þeim líkar betur eða verr að standa sína plikt. Höfum hagfast að Björn Valur er varaformaður fjárlaganefndar sem þessa dagana situr sveitt við umfjöllun ICESAVE samningsins.

Eða kannski er hann á ábyrgðarflótta eftir allt sem á undan er gengið ? 

Þetta athæfi Björn Vals er forkastanlegt hvernig sem á það er litið og honum ti mikillar vansæmdar.  En Kristján Þór er bara undir sömu sökina seldur sjálfur.  Flokkast þetta ekki bara undir þingmannagrægði að taka að sér mörg launuð störf á sama tíma ?

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 22.7.2009 kl. 15:38

4 identicon

Einar, menn geta ekki sagt upp starfi tveimur mánuðum fyrir kosningar, af því að þeir búist við að fara á þing. Hann verður að uppfylla skyldur sínar með uppsagnarfrest. Hann vill vinna fyrir laununum, sem fleiri mættu taka til fyrimyndar.

Skúli. Það eru orðnir býsna langsóttir höggstaðirnir sem menn finna á sínum andstæðingum. Varaþingmenn vinna alveg eins og aðrir þingmenn.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:07

5 identicon

Það mættu fleiri taka Björn Val sér til fyrirmyndar svona siðferðilega. Ekki hleypur hann burtu frá útgerðinni þótt kominn sé á þing. Rétt eins og flestir launþegar hefur hann uppsagnarfrest sem hann vill að sjálfsögðu standa við og tekur sér því launalaust frí á meðan hann tekur þessa tvo túra sem hann þarf að standa skil á. Þetta heitir líklega að vinna af hugsjón. Ég efast um að Stjáni blái geti nokkurn tíma kennt það hugtak við sig.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 17:46

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta eru svolítið skemmtileg komment, sérstaklega hjá Skúla, sem er í einhverju misskyldu varnarhlutverki. Málið er einfalt. Kristján Þór skýtur sig í löpina með þessum yfirlýsingum. Við, sem þá vorum skattgreiðendur á Akureyri, greiddum honum laun fyrir að vera forseti bæjarstjórnar eftir að hann fór á þing og líka starfslokasamning eftir að hann hætti sjálfviljugur sem bæjarstjóri. Björn Valur kallar nú til varamann og vinnur sinn uppsagnarfrest eftir að hafa lent óvænt inn á þing í vor. Hann er líka að skapa gjaldeyri með þessu, sem langt er síðan Kristján Þór hefur gert en gerði þó enda menntaður skipstjórnarmaður líka.

Haraldur Bjarnason, 23.7.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband