Jákvæðir straumar á Skaganum
20.7.2009 | 23:47
Hvalkjötsvinnslan hefur mjög jákvæð áhrif hér á Akranesi enda kemur stærsti hluti þess fólks sem þar vinnur af atvinnuleysisskrá. Þetta er fólk sem vill vinna og gott að vita til þess að það kemst í vinnu. Grundartangi er framtíðarathafnasvæði fyrir starfsemi sem þarfnast hafnar og þar eru líka möguleikar fyrir skipasmíðar og stóran slipp. Mikið hefur verið að gera í slippnum á Akranesi að undanförnu en þar eru erfiðar aðstæður til að taka upp stór skip vegna siglingaleiðarinnar inn í Lambhúsasund. Á Grundartanga eru miklir möguleikar fyrir skipasmíðaiðnaðinn og alla þá þekkingu sem hér er til í þeirri iðn. Áfram Akranes! Þótt fóboltinn sé í tímabundnu klúðri núna þá notum við alla þá hæfileika sem við höfum á öðrum sviðum til að byggja upp samfélagið.
Ástandið bjart á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.