Vaðandi makríll og veiðar bannaðar

Makríllinn er allt í kringum landið og veiðist á stöng á bryggjunum á Snæfellsnesinu. Það er því ekki nema von að Hafró banni veiðar á honum. Það bann er í takt við annað hjá þeirri stofnun sem greinilega misskilur hlutverk sitt. Núna bannar stofnunin síldveiðar úr sumargotssíldarstofninum vegna sýkingar í síldinni. Einmitt þess vegna ætti að veiða síldina til bræðslu í stað þess að láta hana í tugþúsunda tonna tali leggjast dauða á botninn lífríkinu til skaða. Skötuselur hefur veiðst í grásleppunet víða í vor en karlarnir henda honum fyrir borð aftur því ekki geta þeir komið með hann á markað, þá fá þeir sekt og engan skötuselskvóta er að fá en Hafró minnkaði þann kvóta nýverið. Skötuselurinn hefur veiðst með fullan maga af grásleppuhrognum og meira að segja heila rauðmaga inn í sér. Alla vitleysuna úr Hafró gleypir svo Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hráa. Er ekki kominn tími til að taka til hjá Hafró og athuga grunninn, þær forsendur sem þessi stofnun er að gefa sér. Hún þarf að horfa á lífríkið í heild. Nú sveltur lundinn við eyjar á meðan markíllinn hirðir sílið.
mbl.is Sjórinn hreinlega kraumaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hugsanlega rétt hjá þér - en við höfum farið mjög óvarlega með þetta hráefni eða nýtt það mjög illa - einvörðungu í bræðslu - við þurfum að fara að temja okkur vandaðri vinnsluaðferðir eða og fullvinnsluaðferðir

Jón Snæbjörnsson, 17.7.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband