Reglulegar heimsóknir til Seyðisfjarðar

Hnúfubakar og fleiri hvalategundir hafa í gegnum tíðina gert sig heimakomna á Seyðifjörð. Ég man sérstaklega eftir einum sem dólaði í lengri tíma lengst inn á firði og gladdi gesti farfuglaheimilisins Haföldunnar hjá Þóru Guðmundsdóttur. Þá var ég með beina útsendingu í hádegisfréttum útvarps af sólpallinum hjá Þóru og vel mátti greina blásturinn í hvalnum í útsendingunni. Seyðfirðingar og gestir þeirra geta án efa notið lista þessa hvals í einhverja daga. Vonandi að hann verði þarna enn þegar Norræna kemur í næstu ferð.
mbl.is Hnúfubakur skemmti Seyðfirðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband