Dulbúin skattahræðsluáróður íhaldsins

Það er með ólíkindum hve íhaldið ætlar lengi að halda uppi endalausum áróðri til að hræða eldri borgara og almenning í þessu landi. Engin flokkur nema Sjálfstæðisflokkur hefur hækkað skatta á almenning. Sá flokkur hefur hækkað almenna launaskatta um allt að þriðjung af hundraði í stjórnartíð sinni síðustu 18 ár.

Sami flokkur bjó til lög um einkahlutafélög sem gerðu það að verkum að þeir sem þau eiga borga engin útsvör til sinna sveitarfélaga en nota alla þjónustu sem þar fer fram, gatnakerfi, leikskóla, grunnskóla, sorphreinsun, holræsi og allt það sem við almennir launamenn borgum með okkar útsvari. Þvílikir hræsnarar.

Nú er verið að tala um hátekjuskatt og eignaskatt. Ekki eignaskatt á íbúðarhúsnæði eldri borgara eða annarra heldur á þá sem hafa umtalsverðar tekjur af því að eiga aukahúsnæði, sama á hvaða aldri þeir eru. Það er ekki verið að tala um hátekjuskatt á venjulegar launatekjur, heldur ofurlaun. Skammist ykkar sjálfstæðismenn fyrir auglýsingaskrum og villu vegar. Þið bjugguð til leikreglurnar fyrir einkavæðingu bankanna og útrásarvíkinganna. Gerið skil á ykkar málum.


mbl.is Samfylkingin svarar auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband