Húsdýragarðshreindýrin fundust illa á sig komin
16.4.2009 | 13:34
Getur ekki Kolla umhverfisráðherra farið sjálf heim að Sléttu og skoðað kálfinn. Veit að hún er á leið eða komin austur á firði. Þetta er kostulegt pappírsfargan og ég átta mikið ekki á því hvers vegna þetta möppudýr í umhverfisráðuneytinu talar um húsdýragarð og að flytja eigi dýrið inn á svæði. Að öllu óbreyttu hefði hreindýrskálfurinn gengið á sama svæði og önnur dýr frá Sléttu. Hreindýr hafa aldrei verið mikið fyrir að virða venjulegar girðingar. Hvað með alla villta fugla sem fara um allt og fólk gefur í húsagörðum eða villiketti, sem stundum verða að heimilisdýrum, þegar þeir finnast. Þarf leyfi fyrir þessu öllu?
Ég vil minna þessa pappírspésa syðra á að fyrstu hreindýrin sem komu í Húsdýragarðinn í Reykjavík komu eftir svipaðri leið og þessi kálfur. Þá fundust tveir kálfar austur á Héraði sem voru illa á sig komnir. Þeim var komið í fóstur til Jóa á Breiðavaði í Eiðaþinghá og þar döfnuðu þeir vel. Síðan voru þeir fluttir í Húsdýragarðinn og það án afskipta umhverfisráðuneytis.
Líf Lífar í höndum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.