Leyfið sjálfstæðismönnum að tala

Ekki minnka langhundaræðurnar hjá sjálfstæðismönnum þegar farið verður að ræða þær stjórnarskrárbeytingar sem ekki hefur verið frestað. Breytingatillögurnar þrjár varða yfirráð yfir auðlindum, almennar kosningar um stjórnarskrárbreytingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað átti ekki að gefa eftir með stjórnlagaþingstillöguna. Menn hefðu átt að leyfa Birni Bjarnasyni að tala fram að kosningum. Því meira sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala, því meira minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins. Leyfið þeim því að tala sem mest.

Annars eru fundarsköp Alþingis umhugsunarefni. Hvers vegna er ekki, eins og á öllum venjulegum fundum, gefinn ákveðinn ræðutími um mál. Mælendaskrá lokað með ákveðnum fyrirvara og síðan gengið til atkvæðagreiðslu? Það er lýðræði. Hitt er kúgun minnihluta.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er nú meira hvað þessu þingi liggur alltaf á að komast í frí. Sumarfrí, Jólafrí og það ekki nein smáræðisfrí. Hef litla samúð með þeim þó þau þurfi að mæta í vinnuna. Vil að sett verði upp stimpilklukka á Alþingi og dregið af launum ef fólk mætir ekki. Þetta er bara það sem almenningur þarf að búa við svo það er ekki verið að gera neinar ofurkröfur.

Víðir Benediktsson, 14.4.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr Haraldur, tek undir með þér heilshugar.

Baldvin Jónsson, 14.4.2009 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband