Hvað er í eggjunum?

Hvað er í eggjunum sem Gulli og Birgir leita að. Auðvitað málshættir. T.d.: "Sjaldan fellur styrkur langt frá Sjálfstæðisflokki" eða "Mikill er máttur milljónanna" eða "Fólk er fífl nema í FL og Landsbanka sé." - Eflaust eru þeir fleiri málshættirnir.

Nei annars kannski er enginn málsháttur. Bara kvittanir fyrir endurgreiðslu úr tómum sjóðum Valhallar.


mbl.is Þingmenn í páskaeggjaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Ég þjófstartaði og fann einn málshátt fyrir klukkan 7 í morgun. " Betra er að svíkja en pretta".

Sigurður Sveinsson, 11.4.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Allt er hey í harðindum nema það séu 55 milljónir frá FL og Landsbanka.

Magnús Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

„Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“

Guðmundur Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 11:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki er álið sopið þó búið sé að virkja...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2009 kl. 11:56

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Flott þetta...fleiri dæmi um hentuga málshætti, hvort sem eru gamlir eða nýir, eru vel þegin ...kannski fær þetta einhverja til að hugsa.

Haraldur Bjarnason, 11.4.2009 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband