Staksteinar í sömu súpunni

Það ætlar að verða djúpt á einhverju bitastæðu hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu spillingarmáli. Einu peði hefur verið fórnað, það er alltof sumt. Enginn þarf að segja manni að Andri Óttarsson beri neina ábyrgð í þessu máli. Þar koma stærri postular við sögu. 

Mogginn hefur staðið sig nokkuð vel í umfjöllun um siðspillta "styrki" til Sjálfstæðisflokksins á árinu 2006. Margt hefur verið birt sem óhugsandi er að birt hefði verið í Morgunblaðinu fyrir stuttu síðan. Líklega eru þar einhver áhrif eigendaskipta á ferðinni. Staksteinar eru hins vegar við sama gamla heygarðshornið og reyna að heimfæra spillingu Sjálfstæðisflokksins yfir á aðra flokka. Þar eru útrásarfyrirtækin tíunduð og bent á að líklega hafi þau ekki vitað aura sinna tal á þessum tíma. Bent er að nauðsyn hafi verið að setja sérstök lög um stuðning við stjórnmálaflokka. Þá er bent á að framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi sagt af sér og í lokin kemur þessi undarlega setning:  "Hvað gerist hjá hinum flokkunum, sem sátu í sömu súpunni?"

Álítur ritstjórn Moggans virkilega að allir flokkar sitji í sömu súpunni? Samfylking og Framsókn komast næst Sjálfstæðiflokknum. Samfylking fékk 36 millur frá fjölda fyrirtækja, sem styrktu flokkinn um hálfa milljón eða meira. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrktu Samfylkingu um minn en hálfa milljón gáfu flokknum samtals 9 milljónir. Þetta gera 45 milljónir, sem er 10 milljónum minna en aukastyrkir Landsbankans og FL Group námu til Sjálfstæðisflokksins og 36 milljónum minna en heildarstyrkir til Sjálfstæðisflokksins árið 2006. Hjá Framsóknarflokknum er eitthvað svipað uppi á teningum og hjá Samfylkingunni. Vinstri grænir og aðrir eru á allt öðrum nótum og nánast ekki með neina styrki miðað við hina. Er þetta að sitja í sömu súpunni?

Hér má sjá Staksteina Moggans í dag í heild sinni: http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/

Staksteinaritari er greinilega enn í sama gamla Moggagírnum, situr í sömu súpunni og áður, ólíkt öðrum sem í það ágæta blað eru að skrifa.


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband