Aðstoðarmaður ábyrgðarmannsins tekur við

Farsinn "Enginn veit neitt" heldur áfram hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú er stokkað upp, peði fórnað og nýr framkvæmdastjóri ráðinn. Til starfa kemur fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs Harde, mannsins sem lýst hefur ábyrgð á hendur sér í farsanum, til að létta af þeim sem í forystu eru núna. Sem sagt endurnýjunin er fólgin í því að leita til fortíðar. Leita til hægri handar þess sem segist bera alla ábyrgð á 55 millunum var veitt viðtaka. Framkvæmdastjórin, sem hætti í október en starfaði þó til áramóta, veit þó allt en segir ekkert. Sama á við um formann flokksins. Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eru gráti nær yfir illri meðferð á Guðlaugi Þór. Von er á næta leik á næstunni því þingflokkurinn er á fundi. Líklega fá fleiri peð að fjúka.
mbl.is Gréta tekur við af Andra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hvað ætli það séu mörg sjálfstæðisfélög í Reykjavík? Ég hélt nú eiginlega að það væri bara eitt.

Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það eru allavega karla og kvenna og ungliða og svo einhver hverfafélög.

Haraldur Bjarnason, 10.4.2009 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband