Aðstoðarmaður ábyrgðarmannsins tekur við
10.4.2009 | 19:34
Farsinn "Enginn veit neitt" heldur áfram hjá Sjálfstæðisflokknum. Nú er stokkað upp, peði fórnað og nýr framkvæmdastjóri ráðinn. Til starfa kemur fyrrverandi aðstoðarmaður Geirs Harde, mannsins sem lýst hefur ábyrgð á hendur sér í farsanum, til að létta af þeim sem í forystu eru núna. Sem sagt endurnýjunin er fólgin í því að leita til fortíðar. Leita til hægri handar þess sem segist bera alla ábyrgð á 55 millunum var veitt viðtaka. Framkvæmdastjórin, sem hætti í október en starfaði þó til áramóta, veit þó allt en segir ekkert. Sama á við um formann flokksins. Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík eru gráti nær yfir illri meðferð á Guðlaugi Þór. Von er á næta leik á næstunni því þingflokkurinn er á fundi. Líklega fá fleiri peð að fjúka.
Gréta tekur við af Andra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ætli það séu mörg sjálfstæðisfélög í Reykjavík? Ég hélt nú eiginlega að það væri bara eitt.
Anna Guðný , 10.4.2009 kl. 22:04
Það eru allavega karla og kvenna og ungliða og svo einhver hverfafélög.
Haraldur Bjarnason, 10.4.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.