Hefði komið sér vel í heilbrigðiskerfinu
9.4.2009 | 07:39
Það var þá sami maðurinn og var með niðurskurðarhnífinn á lofti í heilbrigðiskerfinu sem reddaði 55 milljónum króna í Valhallarsjóðina. Gat hann ekki í ráðherratíð sinni farið og fengið álíka upphæðir í heilbrigðiskerfið. Það hefði bjargað talsverðu á þeim bæ. Skömm Sjálfstæðismanna er algjör núna og máttlaust yfirklór formannsins bjargar engu. Ætli almennt launafólk haldi áfram að kjósa þennan flokk eftir að upplýst hefur verið um siðleysið og spillinguna?
Annarsstaðar í Mogganum í dag er látið liggja að því að Geir sé að taka á sig meiri ábyrgð en hann eigi skilið. Hann sé, sem sagt núna, að fórna sér fyrir þá sem eru andlit flokksins í dag. Það er ekki ólíklegt. Geir er hættur í pólitík en tryggð hans við flokkinn er söm. Sú tryggð nær út fyrir allt hjá flokksbundnum Sjálfstæðismönnum. Þegar Flokkurinn og Foringinn eru annars vegar þá gleyma sjálfstæðismenn öllu, hvað sem það er kallað.
Ætli Fjármálaeftirlitið áminni ekki blaðamennina Agnesi og Önund Pál fyrir þessa uppljóstrun?
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jú var hann ekki kominn í samstarf með Róberti Wessmann, varðandi það að koma féi inní kerfið ?
Það var reyndar talað mjög mikið niður á sínum tíma.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 09:13
Það var til að þjóna útlenskum auðmönnum í sjúkrahúsinu á Vellinum. Íslenskur almenningur hefur lítið gagn af því Ingólfur.
Haraldur Bjarnason, 9.4.2009 kl. 09:55
Annars hefði það nú hugsanlega gefið þjóðinni einhverjar tekjur í aðra hönd. Sem hefði verið hið besta mál...
En það er svosem ekkert of seint....
Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 12:35
Jú jú Ingó þetta er hið besta mál og um að gera að ná einhverjum tekjum af ríkum útlendingum en það má ekki verða til þess að íslenskt heilbrigðiskerfi sitji á hakkanum. Ég held nú að Gulli hefði gert meira gagn með því að fá þessi fyrirtæki til að styðja t.d. Landspítalann. Það hefði verið meira gagn af peningunum þar heldur en í Valhöll, þótt það hús sé nú nookurs konar sjúkrahús líka en af öðrum toga.
Haraldur Bjarnason, 9.4.2009 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.