Leiguverð á kvóta nærri jafnhátt fiskverði.

Fiskverð lækkar stöðugt, bæði fast verð og á mörkuðum. Nú er svo komið að kvótalausir eru hættir að róa því leiguverð á kvóta virðist ekki fara niður. Hef heyrt að það sé um 180 krónur á kíló og 200 krónur fáist fyrir þorskkílóið á mörkuðum. Er ekki kominn tími til að taka á þessum kvótabraskmálum? Fullur sjór af fiski og ekki hægt að róa.

IMG_9222 Haraldur Helgason við löndun úr Hellnavík AK-59. Útgerð hans byggir á leigukvóta og varla er orðið gerlegt að róa núna.


mbl.is Enn lækkar fiskverð til sjómanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi nú kanna betur það sem er í gangi  og hvaða verð eru í gangi þú getur skoðað það á fiskistofa.is og svo fiskverð á rsf.is því þetta er ekki rétt leigan er 130/140 núna í krókakerfinu og er ég að gera út í því og meðalverð á óslægðum þorski er 190 kr í gær þannig að ef þú dregur ívilun og slæingarstuðul frá þá er leigan sirka 100kr

sjóarinn (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 16:18

2 identicon

Já þorskurinn lækkar í föstum viðskiptum um 12% 1.apríl, 10% 1.mars og 15% 1.febrúar.

Þannig hefur þorskurinn lækkað um alls  32,68% frá janúarverði og stendur í 67,32% af verðinu sem var í janúar.

Þetta er töluverð tekjuskerðing fyrir sjómenn.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég fékk þessar upplýsingum beint frá sjómönnum. að vísu eru þeir ekki á línu og ekki í krókakerfinu heldur netum og ég veit að netasjómenn á Snæfellsnesi tóku upp netin í síðustu viku og hafa ekki róið þar sem kvótaverðið slagaði hátt upp í fiskverðið. Það þýðir ekkert að róa með línu frá Vesturlandi núna enda nóg æti í sjónum fyrir þorskin. Hins vegar hefur verið mokafli þegar menn hafa farið á sjó. Mér finnst nú þessi 90 króna munur á leiguverði og fiskverði, sem þú talar um ekkert til að hrópa fyrir. Þú átt ekki mikið eftir í laun þegar búið er að borga beitningu, olíu á bátinn og allt sem til þarf.

Haraldur Bjarnason, 1.4.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband