Hvað hugsa þessi 12,6%?

Get vel skilið að flestir vilji stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna en hvað hugsa þessi 12,6% sem vilja Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta fólk hefur ekki áttað sig á því hvað við erum að upplifa núna eftir einkavæðingarstefnu þessara flokka síðustu 18 ár. Það man heldur ekki eftir misgengi húsnæðislána og tekna 1983 þegar Steingrímur og Þorsteinn Pálsson ákváðu að frysta launavísitölu en halda lánskjaravísitölu áfram í yfir 100% verðbólgu. - Aldrei aftur Framsókn og Sjálfstæðisflokk!
mbl.is Flestir vilja stjórn S og V
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þessi 12,5% hafa hugsanlega persónulegan hag af því að þessir flokkar starfi áfram saman. Annars hafði ég vonast eftir því að allir flokkar mokuðu duglega út, það virðist því miður ekki ætla að ganga eftir

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.3.2009 kl. 09:36

2 identicon

Það er kannski af því að þeir muna eftir nánast 100% verðbólgu undir vinstristjórn 1981-1983 - þó þér og fleirum þyki greinilegra þægilegra að gleyma því.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigrún. Man ekki betur en það hafi verið ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem árið 1983 setti lög um að banna vísitölu á laun en ekki lánskjarvístitölu. Í það minnsta lenti ég í miklum hremmingum út af þessari ákvörðun árið 1983, nýbúinn að kaupa mér íbúð.

Haraldur Bjarnason, 13.3.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband