Færri mótmælendur en þeir sem fá vinnu við hvalinn

Það er heldur betur kraftur í mótmælum gegn hvalveiðum, eða hitt þó heldur. Tvenn mótmæli á dag til utanríkisráðuneytisins, sem eru þá væntanlega fjórtán á viku. Ekki þætti það merkilegt á laugardagsmótmælafundi á Austurvelli. Frá ármótum eru mótmælin orðin sex sem borist hafa til sendiráðsins í Bandaríkjunum en Kanar hafa jú gjarnan haft sig helst í frammi þegar hvalur er annars vegar. Nei mótmælin gegn hvalveiðum eru hjóm eitt og mun fleiri sjá skynsemina að baki þeirra.

Á bls. 2 í Mogganum í dag kemur fram að um 200 manns fái vinnu á sjó og í landi við veiðar langreyða og um 30 við hrefnuveiðarnar. Nú eru liðnir 56 dagar af árinu og því 112 sent mótmæli til utanríkisráðuneytisins og 28 til þriggja stærstu sendiráðanna, skv. frétt mbl.is. samanlagt 140 eða 90 færri en bara þeir sem fá vinnu við þessar "vafasömu" hvalveiðar.

Hrefna Hrefna um borð í Nirði KÓ


mbl.is Tveir mótmæla á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband