Á að leyfa loðnunni að synda hjá enn eina ferðina?

Enn og aftur virðist það eiga að gerast að loðnan syndi óáreitt meðfram Suðurlandinu án þess að nokkuð sé veitt. Þessi loðnuflekkur verður kominn vestur með landinu fyrr en varir en aðrir bætast í austan við. Þá verður varla veitt mikið úr honum. Tími er kominn til að gefa út 100 þúsund tonna bráðabirgðakvóta í byrjun hvers árs og láta skipstjórana á veiðiskipunum um að finna þetta. Hafrannsóknarskip, sem jafnframt er í öðrum verkefnum á sama tíma, finnur aldrei neitt að viti. Það er morandi gulldepla við Suðurlandið. Loðnan er gengin upp að landinu og mok þorskveiði allt í kringum landið. Hafró horfir á og segir ekki ástæðu til veiða. Eina sem Hafró samþykkir að veiða er hvalur enda nóg af honum líka en þá er núverandi sjávarútvegsráðherra tvístígandi. Þetta er undarlegt allt saman. 
mbl.is Bíða með að ræsa út flotann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Kannske kominn tími til að hún fái að synda óáreitt eina vertíð.

Annað með hvalinn, það er nóg af honum og þess vegna mætti veiða hann en á meðan hann er ekki veiddur er náttúrlæga ákveðinn glæpur að veiða loðnuna sem er ein aðalfæða sumra hvalategunda. Sko lífið er ekki alveg einfalt sérstaklega ef maður er sjávarlífvera, tala ekki um ef maður er umdeild sjávarlífvera með bægsli og sporð eða ugga og sporð.

Við verðum bara að vona að aðeins meiri loðna finnist svo hægt verði að verja veiðar og taka svo til við hvalinn með vorinu. 

Þórbergur Torfason, 9.2.2009 kl. 16:39

2 identicon

Ég ætlaði að reyna að gera mér einhverja grein fyrir magninu. En fréttin er skondin að því leyti að lengd torfunnar er gefin í mílum, breiddin í metrum og þykktin í föðmum. En ég fékk út að þetta væru nálægt 750 milljón rúmmetrar. Þá er spurning um þéttleika torfunnar og hefðu nú fréttamenn kannski getað gefið hann upp í grömmum per lítra, svona til að fjölga aðeins einingunum, sem notaðar eru. Ég veit ekkert um þéttleika loðnutorfu í sjó, en ef hann væri 1% þá væru 7,5 milljón tonn af loðnu þarna á ferðinni. Af hverju þurfa vísindamenn um borð í Árna Friðrikssyni einhverja daga til að meta þetta?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þórbergur það finnst engin loðna nema leitað sé að henni. Rannsóknarskipið var sent vestur fyrir land að leita án þess að fulleitað væri eystra. Svo fór það líka í einhver önnur verkefni. Það var ágætis viðtal við Grétar Rögnvarsson í útvarpinu, að mig minnir á föstudag, um hversu vonlausar þessar mælingar væru. Svo kemur Lárus á Lundey með fregnir af þessari stóru torfu sem hann sigldi yfir. Þetta eru menn sem veitt hafa loðnu í áratugi og vita nokk hvernig hún hagar sér. Hafró er bara ekki að einbeitta sér að þessu verkefni og því eru mælingar stofnunarinnar hálfkák. Það er nóg af hval, eins og þú segir, enda hefur hann það gott við að éta loðnuna sem við megum ekki veiða.

Haraldur Bjarnason, 9.2.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband