Er tímabært að fagna?

Þarna voru, þegar ég átti leið hjá áðan, nálægt 50-100 manns að berja bumbur og ljósastaura, sem greinilega eru orðnir málningar þurfi eftir atgang síðustu daga. Alþingishúsið hefur líka látið á sjá, brotnar rúður eggjarauðuklessur á veggjum. Kannski er ekki alveg ljóst strax hverju á að fagna og því hafi ekki fleiri þarna. Davíð situr enn og allir topparnir í stjórnkerfinu, sem eiga ekki síst sinn hlut í því hvernig málum er komið. Nú er spurning hvernig gengur hjá Ólafi Ragnari að ræða við formenn flokkanna í kvöld. Hverju það skilar og hvaða stjórnarmyndun verður reynd.

IMG_8873 IMG_8874 Frá Austurvelli kl. 16.30 í dag


mbl.is Fámennur fögnuður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er áfangasigur.. DO verður rekinn fyrir helgi , Jóhanna sér um það .. þá er að nást fullnaðarsigur fyrir mótmælendur.

Óskar Þorkelsson, 26.1.2009 kl. 18:50

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Get svo sem tekið undir þetta með þér Óskar um áfangasigurinn en hvenær Davíð fýkur, veltur allt á hvernig gengur að mynda stjórn og hverjir verða í henni. Hvorki þjóðstjórn né utanþingsstjórn kom til með að sparka Davíð en stjórn Samylkingar og VG með aðkomu Framsóknarflokks og jafnvel Frjálslyndra, sparkar honum strax. Þá er líka leiðin greið framundan.

Haraldur Bjarnason, 26.1.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Halli minn. Dettur þér í hug að eitthvað sem heitir "framsókn" stuggi við Davíð Oddssyni? Nei vinur minn hann Davíð hefur nú of mikið á eigendur framsóknar (þá sem skiptu um formann í miðri talningu) til að þeir taki þátt í að hrófla við honum hróinu.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DO verður rekinn fyrir helgi

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 00:29

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hólmdís! Vona að fullyrðing eigi við einhver rök að styðjast.

Þórbergur Torfason, 27.1.2009 kl. 00:49

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Haraldur nú er ég bara alveg bit

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband