Þetta er ekkert nýtt

Það er nú ekkert nýtt að einhver útlend náttúruverndarsamtök beiti hótunum vegna hvalveiða. Ekki verður nú séð að það hafi borið árangur hingað til. Hvalveiðar eru hins vegar nauðsynlegar hér við land og þá fyrst og fremst til að halda jafnvægi í lífríki sjávar. Æ fleiri dæmi eru um hvalagöngur inn á firði hér við land. Aldrei hafa fleiri hvalrekar verið hér við land. Bendir þetta ekki til að of mikið sé af hval við landið? Ef við ætlum að halda áfram fiskveiðum þarf að grisja hvalastofninn, bæði stórhveli og smáhveli. Hér á Akranesi gætu auk þess skapast tugir starfa við úrvinnslu hvalafurða á ný því hrefnuveiðimenn hafa lýst áhuga á að leggja upp hér og fá aðstöðu til úrvinnslu kjötsins.


mbl.is Hóta viðskiptabanni vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband