Óli kann að koma orðum að því

Ólafur Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði kann að koma orðum að hlutunum: "Í mínum huga eru þetta ekkert nema ótýndir glæpamenn.  Þeir hafa ekki bara rústað mannorði íslenskrar þjóðar á erlendri  grund heldur steypt þjóðinni á kaf í skuldafen sem næstu kynslóðir eiga að borga.    Hvers eiga börnin okkar og barnabörnin  að gjalda?  Hver gaf þessum mönnum leyfi til að nota þessa spilapeninga? Hver gaf þeim leyfi til að veðsetja okkur langt í framtíðina?  Og enn hefur enginn lýst sig ábyrgan.  Ekki bankastjórarnir, Fjármálaeftirlitið eða Seðlabankinn.  Ekki ríkisstjórnin eða Alþingi.   Einu aðilarnir sem virðast nú hafa verið með þetta algerlega á hreinu að svona myndi fara er auðvitað stjórnarandstaðan.  Já og svo auðvitað allir hagfræðingarnir sem sáu þetta allt fyrir og voru búnir að vara við þessu fyrir mörgum mánuðum, jafnvel árum." 

Þessi orð Óla um útrásarvíkingana og stjónvöld þessa lands segja allt sem segja þarf.


mbl.is Aukinn afgangur af vöruskiptum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gott hjá honum

Hólmdís Hjartardóttir, 8.1.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já og það sem er athyglisverðast í þessu er að hann er bæjarstjóri hreins meirihluta Sjálfstæðisflokksins.

Haraldur Bjarnason, 8.1.2009 kl. 15:40

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það virðist ekki mikið fara eftir hvar í flokki menn eru þegar skynsemin ræður, guði sé lof. En þetta er rétt hjá honum.

Sigurbrandur Jakobsson, 8.1.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt Sigurbrandur, enda eru allir þessir flokkar hrundir.

Haraldur Bjarnason, 8.1.2009 kl. 16:36

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf að gefa þessum andskotum spark í afturendann hvar sem til þeirra næst.  Dómskerfið hefur ekki haft nokkur tök á að dæma þá hingað til.

Magnús Sigurðsson, 8.1.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála Maggi.

Haraldur Bjarnason, 8.1.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Einhver sagði að Óli væri ráðinn til starfa af fyrsta útrásarvíkingnum, þannig að ummælin eru enn athyglisverðari fyrir þá sök.

Jón Halldór Guðmundsson, 10.1.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband