Bara prump
6.1.2009 | 11:34
Vestfirðingar! Gleymið þessu strax. Það er ekkert til sem styrkt er af ríkinu utan Reykjavíkursvæðisins, hvort sem það heitir Impra eða Nýsköpunarsjóður. Ég minnist Lagarfljótsormsins, fyrsta farþegaskipsins, sem sigldi á ferskvatni á Íslandi. Þegar hann kom neitaði Nýsköpunarsjóður um styrk á þeim forsendum að skipið væri í samkeppni við veitingastaði í landi. Þvílíkt rugl. Svo átti að kaupa flotbryggjur fyrir skipið og fjárfestingafélag i Reykjavík lofaði öllu fögru þangað til kom í ljós að bryggjurnar áttu að vera við Lagarfljót en ekki í Reykjavík. Þá var ekki hægt að fá veð í þeim. Það dugði ekki að segja slaufugæjunum fyrir sunnan að svona bryggjur væru færanlegar hvert sem væri, jafnvel á Laugaveginn í 101. Svona sjóðir eru bara prump. Þeim er stjórnað að sunnan.
Hvatt til vöruþróunar á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í frettum eru allir glæpir sem framdir eru úti á landi framkvæmdir af utanbæjarmönnum eða sunnlendingum....þetta vitum við landsbyggðarfólk!
Gulli litli, 6.1.2009 kl. 12:48
Þú veist nú Gulli að hér á Akureyri hefur verið venjan að segja að utanbæjarmenn hafi verið að verki ! ...enda tekur langan tíma að verða heimamaður á Akureyri.
Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.