Ljótt er ef satt er

Ja ljótt er ef satt er. Ef svo er, sem sagt er frá í fréttinni, að þarna hafi einstaklingar í eigendahópi Kaupþings og félög á þeirra vegum ásamt vildarviðskiptavinum hagnast um hundrað milljónir, þá er nú eins gott að skoða vel víðar. Það er kannski athyglisverðast í þessu að ábending kom frá einhverjum ónafngreindum. Það var ekki skilanefndin eða rannsókn á vegum fjármálaeftirlitsins sem kom þessu fram. Vissulega er sama hvaðan gott kemur en maður efast um að þessar skilanefndir séu að vinna vinnuna sína, hvað þá í hverra þágu þær eru að vinna.
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óþverrinn er að vella upp á yfirborðið.......við eigum eftir að heyra svo miklu meira.   Við eigum ekki fangelsi fyrir alla sem þar ættu að eiga pláss.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 07:54

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Skilanefndirnar eru að vinna. Bara ekki fyrir okkur.

Villi Asgeirsson, 29.12.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband