Fullreynt með hreindýr syðra

Hreindýr eru mjög viðkvæm fyrir slagviðri og bleytu og því er Reykjanesið líklega vonlausasti kosturinn fyrir þau á Íslandi. Þau voru á sínum tíma á Suðurlandi og Reykjanesi, þau drápust öll. Sama má segja um tilraunir með þau á Norðurlandi. Það er helst á austanverðu Norðurlandi og Austurlandi sem þau geta þrifist almennilega, eins og reynslan sýnir. Þar er þurrt og kalt á vetrum. Eins og kemur fram í áliti Dýraverndarsambandsins gætu þau auk þess valdið vandræðum á fjölförnum vegum eins og reyndar hefur komið í ljós á síðustu árum eystra eftir að vegir voru lagðir um Fljótsdalsheiði og Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði en hreindýrahjarðir halda sig mikið á þessum slóðum. Á þessum vegum sem og leiðinni milli Egilsstaða og Norðfjarðar hafa tugir hreindýra orðið fyrir bílum á síðustu árum eftir að umferð jókst um kjörlendi þeirra. Hreindýrin sjá sjálf um að velja sér kjörlendi, þeim hefur fjölgað mjög á síðustu árum og þrátt fyrir aukna veiði sér ekki högg á vatni. Ég held að Reyknesingar ættu að gleyma þessum hugmyndum sínum.

Hreindýr í ljósaskiptum Hreindýr í kvöldskímu við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði


mbl.is Vara við hugmyndum um hreindýr á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Nú spretta fram sérfræðingarnir.!

Hörður Einarsson, 28.12.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Haraldur

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég tek fram að ég veit ekkert um þetta en sögur gamalla manna hér á svæðinu segja að dýrin sem voru hér hafi einfaldlega verið drepin en ekki orðið sjálfdauð eins og margir vilja halda fram. Einnig herma sögur að Þingeyingar drepi umsvifalaust hvert einasta dýr sem álpast vestur fyrir Jökulsá á Fjöllum.

Víðir Benediktsson, 28.12.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hreindýrin voru talin af bændum og búaliði hinir mestu meinvættir og þegar bændur eignuðust alvöru skotvopn á fyrri hluta síðustu aldar varð útséð með tilvist þeirra á auðgengum svæðum eins og Reykjanesinu. Þau voru einfaldlega strádrepin.

Þau voru ekki nýtt sem skyldi enda engin hefð á neyslu hreinkjöts heldur umgengust bændur þau sem varga þar sem þeir töldu þau vera í samkeppni um beit.

Ef skoðaðar eru hitafars og úrkomutölur fyrir Vestfirði eru þær mjög álíkar og á hálendi Austfjarða. Eins hafa verið færð gild rök að þar sé kjörlendi gott m.t.t. til fæðuöflunar.

Það er einkennilegt að í hvert skipti sem þessi umræða kemur upp vakna ótal austfirðingar (les hagsmunaaðilar) og telja þessu allt til foráttu. Kannski telja þeir hættu á að missa spón úr aski sínum.

Hver veit.

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.12.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sveinn Ingi, skil ég það ekki rétt, er ekki verið að tala um Suðurnes í þessari frétt sem vitnað er til? - Hef samt litla trú áð Vestfirðir henti þeim eins vel og hálendi Austurlands.

Haraldur Bjarnason, 28.12.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Jú kannski er ég að fara úr einu í annað en talsverð umræða hefur að undanförnu farið fram um flutning hreindýra til Vestfjarða. Sá flutningur er fyrst og fremst hugsaður til samskonar nytja og fyrir austan. Sérfróðir menn um lifnaðarhætti hreindýra telja aðstæður á Vestfjörðum þeim mjög hagstæðar.

Hreindýraflutningur á Reykjanes hefur mér skilist vera fyrst og fremst til sjónrænna nota, þ.e. aðdráttarafl fyrir ferðamennsku.

http://www.facebook.com/group.php?gid=39122239359&ref=mf

Sveinn Ingi Lýðsson, 28.12.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hreindýr geta vel þrifist á Reykjanesi, og ástæðan fyrir því að þau hurfu er fyrst og fremst veiði , en dýrinn hér fyrir austan urður sennilega fæst um 100 talsins.

Hinsvegar má velta því fyrir sér hversu æskileg þau yrði á þéttbýlasta horni landsins, en það hefur lítið með afkomumöguleikana að gera.

Nær væri að horfa á uppsveitir Borgarfjarðar eð norðurland í þessu samhengi, eða jafnvel Vestfirði því að þar myndu þau sennilega þrífast með ágætum.

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/756170/

Eiður Ragnarsson, 28.12.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kosturinn við Austurland fyrir hreindýr, er líka sá að stofninn er í náttúrulegri gíslingu þar og því lítið um að þau þvælist út fyrir svæðið, sem er víst gott vegna saufjárveikivarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hreindýr náðu ekki að þrífast á Íslandi fyrr en fjórða tilraun með innflutning þeirra var gerð árið 1777. Þá kom Nikulás Buck með hreindýr til Vopnafjarðar úr hjörð föður síns í Norður- Noregi. Nikulás var þá 23 ára gamall en settist síðan að á Íslandi og var frumkvöðull í mörgu er atvinnumál snerti í Þingeyjarsýslum. Á heimasíðu Húsdýragarðsins í Reykjavík má lesa þetta um hreindýr: "Ekki gekk áfallalaust að flytja inn hreindýrin á sínum tíma. Gerðar voru fjórar tilraunir og tókst loks vel í þeirri síðustu. Hreindýrin komu frá Noregi og Finnlandi. Upphaflegur tilgangur með hreindýrainnflutningi var að efla íslenskan landbúnað.

Átti þá að stunda hreindýrabúskap að hætti hjarðmanna á norðurslóðum. En líkt og komið hefur fram náðu hreindýrin einungis að draga fram líf sitt á vissum hluta landsins, þ.e. á norðausturhluta landsins og þar finnst nóg af fléttum, skófum og fjallagrösum. Var þá búið að flytja inn hreindýr á nánast alla landshluta hér þar á meðal til Vestmannaeyja".

Það er ekki bara að hreindýr hafi verið skotin á Reykjanesi og Suðurlandi heldur er ekki nógu góðar aðstæður fyrir þau í þessum landshlutum. Þau hafa ekki rétta gróðurinn og umhleypingar og rakir vetur fara illa með þau. Frost og þurrkar að vetrum henta þeim vel. Þannig eru hvergi betri skilyrði fyrir þau en á hálendi Austurlands og jafnvel á Norðausturlandi líka.

Haraldur Bjarnason, 29.12.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband