Hvað nú?

Nú verður fróðlegt að fylgjast með lækkunum. Ætli verðlækkanir skelli eins skart á núna með hækkandi gengi eins og hækkanirnar komu með lækkandi gengi? Olíufélögin hafa að vísu tekið við sér og lækkað verðið að undanförnu. Spurning um matvöruna hvort hún situr ekki áfram í hæstu hæðum. Hvað gerir ríkið sjálft? Það hækkaði verulega verð á áfengi og tóbaki vegna gengisþróunar. Nú hefur sú þróun snúist við og þá þarf ríkið að hafa forgöngu um að vinda ofan af. Jafnvel þótt það sé af óhollustuvörum eins og áfengi og tóbaki. Það var ekki í forvarnaskyni sem verðið var hækkað síðast.
mbl.is Dagvara hefur hækkað um 30,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verslum í Nettó og Krónunni fyrir jólin!

Björk (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:24

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halli þú er bjartsýnn!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 9.12.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Björk. Versla í Nettó það er mín búð. Einhverra hluta vegna hafa yfirvöld hér á Akureyri komið í veg fyrir það að Krónan, Nóatún og Húsgagnahöllin geti nýtt sér lóð sína hér, við Glerárgötu beint á móti Glerártorgi. Kannski er eitthver misskilin góðvild í gangi eins og var með Bónus hér á Akureyri í eina tíð.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdís! Ríkið á að sýna gott fordæmi. Geir er t.d. að lækka launin sín núna. Þetta er engin bjartsýni, bara raunsæi

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo er þetta nú spurning um fyrirsögnina: "Dagvara hefur hækkað" - Hvað með næturvöruna. Las einhvers staðar að smokkar hefðu hækkað í verði og svo er áfengið að stórum hluta næturvara og það hefur hækkað. Þannig að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. Allt hefur þetta hins vegar áhrif á vísitöluna og hækka íbúðalán fólks og hækkar vexti til eignamanna.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband