Enn ein atlagan að RÚV

Miðað við það sem kemur fram í þessari frétt virðist auglýsingatakmörkunin fyrst og fremst beinast gegn sjónvarpinu. Ég get ekki annað séð en þetta komi til með að stórminnka möguleika RÚV á framleiðslu innlends efni, ekki síst ef kostun verður meira eða minna bönnuð. Fari svo að skorður verði settar við auglýsingum í útvarpi að einhverju ráði þá er málið enn verra því þá fer stór hluti landsmanna á mis við ýmsar tilkynningar. Sem betur fer var horfið frá því að hætta svæðisútsendingum en þær gegna mikilvægu hlutverki í tilkynningum til landsmanna. Annars sýnist manni að þetta sé enn ein atlagan að Ríkisútvarpinu frá þeim hópi sem vill það feigt.
mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auglýsingalaust RÚV sem er almennilega styrkt af ríkinu væri mögulega mikið betra RÚV en er í dag. Ég vill allt það besta fyrir RÚV en það er ekki að það sé á auglýsingamarkaði. Það dregur úr trúverðuleika miðlanna og útilokar nánast alveg að þeir geti fjallað frjálst um fyrirtæki og þjónustu sem hefur væntanlega verið ástæða þess að engin neitendaþáttur hefur sést á íslandi allavega á minni 28 ára lífstíð. Það væri allra hagur þegar á allt er litið að RÚV væri hlýft fyrir þessum blóðuga markaði en breitingar eru alltaf erfiðar og fólk verður að hafa hugrekki til að horfast í augu við þær.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ef hinar stöðvarnar væru með álíka útbreiðslu um landið og út á miðin og RÚV, sem með langbylgjunni nær um allt, þá væri ég tilbúinn að samþykkja auglýsingalaust RÚV. Er sammála þér að margt yrði það betra. Eins og staðan er í dag þá lít ég á auglýsingar, sérstaklega í útvarpi, sem hluta af upplýsingum sem landsmenn eigi rétt á. Þess vegna eru þær nauðsynlegar í RÚV. Einnig hefur ríkið alltaf haldið RÚV í fjársvelti og ég óttast að ef auglýsingarnar hverfa verði allt á vonarvöl. Nógu slæmt er það fyrir hjá RÚV.

Haraldur Bjarnason, 9.12.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband