Davíð hefur aldrei hætt í pólitík

Ég ítreka bara enn og aftur að Davíð hefur aldrei hætt í póltík. Þetta hefur svo berlega komið í ljós í bankakreppunni að undanförnu. Annars á þessi maður að víkja úr sæti seðlabankastjóra og skiptir engu hvort hann fer alfarið í stjórnmálin aftur eða ekki. Hann er í einu æðsta embætti þjóðarinnar og blaður hans og þvaður út og suður að undanförnu ekki í nokkru samræmi við embættið. - Burt með Davíð.
mbl.is Loforð eða hótun Davíðs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég er mjög sammála þér en best væri að hætta að tala um hann alfarið hætta að veita honum stöðuga athygli sem menn eins og hann - og þeir eru nokkrir - þrífast á

Björk (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

... fer alveg að verða óþolandi....

Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Davíð átti sviðið í gær og það kann hann.  Það væri örugglega þjóðhagslega hagkvæmt að hætta að veita honum athygli, en getur verið mjög erfitt meðan hann er í þeim embættum sem hann hefur gengt í egnum tíðina. 

Það hefði sennilega verið betra fyrir þjóðina ef RUV hefði ekki sleppt honum í Kastljósið fræga.  Sólahring eftir þá athygli sem hann fékk þar voru allir bankarnir komnir á hausinn búið að setja á hryðjuverkalög í Bretlandi og Ísland gjaldþrota. 

Það er spurning hvort ekki sé rétt að draga Kastljósið til ábyrgðar vegna kreppunnar, Páll Magnússon gæti sparað eitthvað þar á þeirri forsemdu hve miklu tjónið er af þe eina þætti.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvernig væri ef allir þeir sem sendu Palla útvarpsstjóra mótmælabréf vegna lokana svæðisstöðvanna, sendu Davíð bréf? Það þyrfti ekki að vera langt, burt með þig úr Seðlabankanum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.12.2008 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband