Arðbærar útsendingar lagðar niður

Það ótrúlega við þennan sparnað er að það á leggja niður útsendingar sem skila hagnaði. Auglýsingar í svæðisbundnum útsendingum RÚV gefa mun meira af sér en kostnaði við útsendingarnar nemur, allt að fjórfalt. Þessum auglýsingum kemur RÚV til með að tapa því þessir auglýsendur eru að ná til ákveðins hóps á ákveðnu svæði fyrir minni peninga en með því að auglýsa á landsvísu. Þessar auglýsingatekjur hafa hins vegar aldrei skilað sér beint til svæðisstöðvanna. Tekjurnar fara í Efstaleitið, sem síðan skammtar svæðisstöðvunum peninga. Fyrir utan þetta veita svæðisútsendingarnar mikla þjónustu við menningu, listir, atvinnumál, íþróttir og raunar allt mannlífið á sínu svæði. Fari svo að þær verði lagðar af tapast líka mikilvæg tengsl sem fréttamenn svæðisstöðvanna hafa við fólkið á sínu svæði. Það skilar sér aftur í minni fréttaflutningi af landsbyggðinni. Það er enn tími til að hætta við að hætta.
mbl.is Harma lok svæðisútsendinga RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta er dapurt.......og vanhugsað

Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Páll Magnússon, er eins og margir aðrir vanhæfir starfsmenn, að spara aurinn og kasta krónunni.

Jóhann Elíasson, 4.12.2008 kl. 14:58

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jibbí!!! - Þeir sáu að sér. Hættir við að hætta.

Haraldur Bjarnason, 4.12.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband