Fáum við þá að heyra í Valdimar aftur?

Kemur þá ekki að því að við heyrum Valdimar Örnólfsson stýra morgunleikfiminni? - Það verður örugglega mikið um endurflutning á næstunni hjá Ríkisútvarpinu, sérstaklega þættir á Rás 1 en það er athyglisvert að RÚV hefur leitað leyfis fyrir endurflutningi hjá Halldóru, enda er höfundarréttur hennar ótvíræður. Svo getur Sjónvarpið endurflutt ýmislegt, sem gaman væri að sjá á ný. Gamalt barnaefni stendur t.d. fyllilega fyrir sínu því áhorfendur endurnýjast stöðugt.
mbl.is Gamlir morgunleikfimiþættir endurfluttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ekki aftur

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Stofnum þrýstihóp og mætum í anddyrirð hjá RÚV og heimtum (með góðu eða illu) Valdimar aftur í morgunleikfimina.

Sverrir Einarsson, 1.12.2008 kl. 16:44

3 identicon

Já, og Magnús Pétursson sem spilaði undir hjá Valdimar í morgunleikfiminni. Ef hægt er að redda málum hjá RÚV með endurflutningi á gömlu efni þá er þetta bara fínt.  Vil sömuleiðis fá Stefán Jón aftur í Þjóðarsálina. Gamlar upptökur duga.

Kv.

sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:50

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvernig væri svo að fá gamla "góða" fréttatíma líka.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessar upptökur af morgunleikfimi Valdimars og Magnúsar Péturssonar hljóta að vera til. Svo eru til gamlar fréttaupptökur Hólmdís. Við fáum þær ábyggilega. Sigurður Bogi. Nú fáum við útvarp síðustu áratuga í endurflutningi af segulböndum og stálþráðum. Það má spara helling með þessu!!!

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 18:10

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvernig væri svo að láta Pál Magnússon sprikla í morgunn leikfiminni, taka flykk flakk og heljarstökk, hægri vinstri snú í beinni í sjónvarpinu.  Þá væri nú aldeilis hægt að halda því fram að hann vinni bæði fyrir jeppa og launum.

Magnús Sigurðsson, 1.12.2008 kl. 18:15

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er sannfærður um að Valdimar frændi minn tæki því fagnandi ef þættirnir hans yrðu endurfluttir. Svo væri kannski ráð að senda fyrrverandi bankastjóra og útrásarvíkinga í prógramm hjá honum, þeir gætu lært mikið á því varðandi heilbrigðari viðhorf og almennilega mannasiði! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband