Palli í rugli

Þarna held ég að Palli Magg sé í algjöru rugli. Veit hann ekki um höfundarrétt? Við sem höfum starfað við fréttamennsku og dagskrárgerð á RÚV eigum höfundarrétt á öllu því efni sem við höfum gert. RÚV var bara með okkur á launum. Höfundarréttur er ótvíræður og meira að segja svo sterkur að RÚV má ekki nota efni okkar nema með leyfi.  G. Pétur var í fullum rétti að nota þetta og ég get alveg upplýst Pál um að ég á í fórum mínum fullt af efni sem ég kem einhvern tímann til með að nota. http://www.youtube.com/watch?v=E3zqtGWEc8U Þetta er Davíðsstíllinn, hroki út í gegn.
mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....og veit hann ekki að "það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í hann?"

Sigrún Jónsdóttir, 25.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Er þetta svona Halli? Ég vona það svo sannarlega, áfram G. Pétur!

Heimir Eyvindarson, 25.11.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Heimir, þetta er alveg sama og með tónlistarmenn. Það tekur enginn frá þeim sem þeir hafa samið eða gert.

Haraldur Bjarnason, 25.11.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Takk fyrir að segja frá þessu.

Anna Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 11:56

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Páll hefur fengið fyrirskipanir að ofan.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.11.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk fyrir þetta Halli, gott til þess að vita að höfundarétturinn gildir.

Rut Sumarliðadóttir, 25.11.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Segjum sem svo að tónlistarmaður spili á balli eða tónleikum og flytji furmsamið efni. Með rökum Páls Magnússonar ættu allir, sem kaupa sig inn, rétt á efni tónlistarmannsins. RÚV kaupir sig bara inn á efni starfsmanna, þeir eiga höfundarréttinn.

Haraldur Bjarnason, 25.11.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband