Við þurfum ekki nýjan flokk - Við þurfum nýtt fólk

"Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar og það stoppar varla síminn hjá okkur. Það er greinilega þörf á nýju stjórnmálaafli sem ber hag fólksins í landinu fyrir brjósti,“  Þetta er haft eftir talsmanni undirbúningsnefndar fyrir stofnun Framfaraflokksins í fréttinni. Nýr flokkur er nefnilega alls ekki það sem þjóðin þarf. Þá dreifast atkvæðin meira, sem kemur aðeins þeim stærsta til góða. Frekar þurfum við nýtt fólk á framboðslista þeirra flokka sem fyrir eru. Fólk með nýjar áherslur og sem er laust við græðgishugsun nýfrjálshyggjunnar.
mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En þetta er það sem mun gerast....og það koma fleiri framboð.  Erfitt að mynda stjórn eftir næstu kosningar

Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei það verður auðveldara að mynda stjórn eftir því sem flokkunum fjölgar. Þeir ná tæplega inn þingmönnum og atkvæði greidd þeim detta því dauð niður Línurnar verða þá skýrari hjá stærstu flokkunum. Þetta fólk á frekar að koma sér á framfæri hjá þeim flokkum sem fyrir eru, þeir eru þegar of margir.

Haraldur Bjarnason, 14.11.2008 kl. 20:17

3 identicon

Væri þá ekki bara réttast að taka núverandi flokkakerfi til gagngerrar endurskoðunar?

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:22

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég er sammál þér Halli, við þurfum endurnýjun í gömlu flokkanna nema að við mættum kjósa fólk en ekki flokka.

Einar Vignir Einarsson, 14.11.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér fynnst að Flokkurmótmælanda væri betra nafn.!!!!

Ragnar Gunnlaugsson, 14.11.2008 kl. 23:46

6 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

Alveg sammála þér, Haraldur. Ekki nýjan flokk, heldur nýtt fólk í flokkana.

Augljóst er að mikill atgeftisflótti hefur orðið í stjórnmálum. Samfara því hefur áhugi fyrir stjórnmálastarfi dvínað. Ég hygg að það sé vegna þess að við höfum haft það of gott, orðið makráð og áhugalaus.

Ég hef trú á því að kreppan muni breyta þessu. Núna þurfum við úrvals fólk til starfa í stjórnmálaflokkunum, fólk sem hefur brennandi hugsjónir en er ekki atvinnukjaftaskar.

Ég vil eitt kjördæmi í landinu, um 30 þingmenn og tvo álíka stóra stjórnmálaflokka, sem væru nokkuð til skiptis við stjórnvölinn.

Jón Ragnar Björnsson, 15.11.2008 kl. 00:16

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....þarf að hugsa þetta aðeins

Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:53

8 identicon

VÍNLANDIÐ

Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands hins góða. Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt! Leifur Heppni var ekki áttavilltur. Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Þarna er mestur fjöldi íslenskra afkomenda,sem er okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Og þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

Nonni (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:37

9 Smámynd: Birna M

Ég er eiginlega sammála þér. Þetta eru ekki flokkarnir sem slíkir, þar virðist hver hönd uppá móti annarri. Kannski væri bara óskastaða að láta Kanana hernema okkur núna, áður en tjallarnir gera það í nafni skulda. áður en okkur tekst að fá inngöngu í ESB, því þar verður okkur örugglega sökkt.

Birna M, 15.11.2008 kl. 10:33

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nokkuð sammála þér Jón. Þótt ég hafi mest alla tíð búið utan Reykjavíkur vil ég að landið verði eitt kjördæmi. Við sjáum að landsbyggðin hefur lengst af haft meirihluta þingmanna en það hefur ekkert haft að segja með byggðaþróun. Líklega er þetta sama hræðslan og gagnvart Evrópusambandinu, eitthvert ímyndað vald, sem er svo ekkert þegar á reynir.

Haraldur Bjarnason, 16.11.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband