Auðlindin á dagskrá aftur

Auðlindin hefur verið sett á dagskrá RÚV aftur. Nú sem þáttur um atvinnumál. Auðlindin var lengst af þáttur um sjávarútvegsmál. Upphaflega var ætlunin að hafa fréttir af peningamarkaði líka en fljótlega varð ekkert úr því. Þetta var einn vinsælasti þátturinn á Rás 1 um árabil og með álíka hlustun og fréttir þegar hann var lagður af árið 2005. Hugmyndina að Auðlindinni áttu Gissur Sigurðsson núverandi fréttamaður á Bylgjunni og Kári Jónasson þáverandi fréttastjóri RÚV. Kári viðraði á fundi með fréttamönnum árið 1988 að fréttastofan gæti fengið tímann frá veðurfregnum fram að dánartilkynningum á Rás eitt í hádeginu. Gissur var þá nýkominn frá því að leysa af hjá okkur á Ríkisútvarpinu á Austurlandi og sá hve gífurlegt efni frá sjávarsíðunni féll til þar. Hann nefndi þetta við Kára og úr varð Auðlindin einn vinsælasti fréttaþáttur RÚV í 17 ár. Sjálfur kom ég að þessum þætti frá upphafi og var umsjónarmaður hans í mörg ár. Ímyndaður sparnaður og velgja fyrir markaðsfréttum til handa nýríkum varð til þess að Auðlindin þótti "hallærisleg" og hún var lögð af. Nú eru menn að gera sér grein fyrir því á RÚV að einhverja undirstöðu þarf til að peningar verði til í þjóðfélaginu. Fréttir af mörkuðum, hvort sem þeir heita Dow Jones eða eitthvað annað, eru liðin tíð. Fréttir úr undirstöðunni, framleiðslugreinunum, eru þær fréttir sem fólk vill og skoðanakannanir um Auðlind á sínum tíma sýndu að hlustun á hana náði langt út fyrir fólk sem starfaði í sjávarútvegi. - Umsjónarmaður verður fyrrum samstarfsfélagi í Auðlindinni; Þórhallur Jósefsson. Hann leysir þetta örugglega vel af hendi - Til hamingju RÚV - Batnandi mönnum er best að lifa.  http://www.ruv.is/heim/frettir/innlendar/audlindin/um/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eitthvað verða þeir að hafa í stað frétta af hlutabréfum.....man vel eftir Auðlindinni.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikið var að þeir tóku við sér en eitthvað finnst mér nú vanta eða kannski ég sé bara vanafastur.

Jóhann Elíasson, 12.11.2008 kl. 03:44

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er góð ákvörðun, loksins eitthvað af viti og ástæða til að óska mönnum til hamingju með hana. Þórhalli er vel treystandi til að gera þennan þátt áhugaverðan.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.11.2008 kl. 08:58

4 identicon

Já þetta eru góðar fréttir, veit af eigin reynslu að mjög margir söknuðu Auðlindarinnar, menn sem hlustuðu á hvern einasta þátt.

Andrir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband