Skipbrot einkavinavæðingarinnar
30.10.2008 | 20:44
Þetta er tímamótaniðurstaða þótt í skoðanakönnun sé. Að Sjálfstæðisflokkur tapi fylgi í samsteypustjórn. Venjan hefur verið sú að samstarfsflokkurinn tapi. En nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn niður í þriðja sæti og það segir meira en nokkuð annað um viðbjóð þjóðarinnar á framferði flokksins að undanförnu. Geir Harður ræður ekki við að stjórna og hefur verið undirlægja gamla leiðtogans Davíðs, sem endanlega er búinn að gera í buxurnar með klúðri sínu og framkomu við þjóðina. Hroki er aldrei til góðs. Hann er merki um veikleika. Þetta er þjóðin að uppgötva og nýir tímar eru greinilega framundan enda er ofurfrjálshyggjan hrunin. Stöðugt 10% gengi Framsóknar sýnir líka að þjóðin man hverjir hleyptu óheftri og stjórnlausri einkavinavæðingu af stað. Skipbrot einkavinavæðingarinnar er staðreynd sem þjóðin þarf nú að súpa seyðið af.
Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flokksræði? Kíktu bara hérna!
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 21:27
Góð ábending Guðmundur.
Haraldur Bjarnason, 30.10.2008 kl. 21:29
Þetta er sorgarsaga Haraldur. Hér er hlutur fjölmiðla mjög stór. Afskaplega léleg og yfirborðsleg fjölmiðlun einkennir landið. Illa upplýstur almenningur sem af "sauðaskap" trúir alls kyns fullyrðingum stjórnmálamanna og fjölmiðla. Þessar sögur rakna síðan þegar tíminn líður. Hér hafa stjórnvöld brugðist, Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Hér hefur bankaeftirlit og Seðlabanki stóra sök. Það voru gerð gríðarleg mistök við einkavæðinguna. Stærst er sök einkaðila sem gerðu nánast allt til að græða pening og/eða hindra tap enda er viðskiptasiðferði á ákaflega lágu plani á Íslandi það virðist núna öllum ljóst. Þetta uppgjör er nauðsynlegt.
Það er greinilegt að það er ekki samstæður hópur sem heldur um stýrið á þjóðarskútunni núna. Menn þora hér ekki að taka óvinsælar og óþægilegar ákvarðanir. Vilja að það virðist helst hlaupast burt.
Núna er spurningin hvað er hægt að gera? Almenningur getur ekki verið það vitlaus að láta þessa stjórnmálamenn og aðra komast upp með innistæðulaust bull og þvaður. Það er ekki mikið hægt að minnka þennan skell fyrir almenning. Það verður að segja fólki sannleikann.
Ástandið er ekki aðgerðarleysi eða fullyrðingum Davíðs að kenna þótt hann sé frekur lítill karl í Seðlabankanum. Bankarnir bæði Landsbankinn og Glitnir voru í raun gjaldþrota og eigendur og stjórnendur þeirra bera fulla ábyrð. Þeir héngu í stýrinu þangað til þeir komust í strand til að minnka sitt eigið tap og núna þurfa skattborgarar að borga þennan skell. Skömmin er þeirra.
Þessi vaxtahækkun Seðlabankans var fyrirsjáanleg og væntanlega krafa frá IMF, það kemur fram í flestum erlendum fjölmiðlum, en væntanlega sárt fyrir litla stjórnmálamenn að viðurkenna það. Það að ljúga er ekki traustvekjandi og sérstaklega þegar menn nota sífellt Seðlabankann sem nokkurs konar blóraböggul. Skil ekki í þessu fólki að geta ekki sagt sannleikan. Virkar ansi ótrúverðugt.
Núna kemur 130 miljarða halli á ríkisrekstrinum í fjárlögum, hvað á að gera við því á að taka það líka á "VÍSA".... Árið 2010 verður ekkert betra eða 2011... Hér þarf að spyrna við fótum.
Það hlýtur allt hugsandi fólk að vita. Spurning dagsins er ekki hverjum á að hjálpa. Heldur fara í saumana á fjárlögunum og spá í hverju má sleppa. Ef við klúðrum þessu þá er engin von þetta er okkar síðasti séns að fá alvöru hagkerfi. Annars getum við flutt af landi eða aftur í torfkofa og tekið upp lífshætti síðustu alda.
Ef ekki Norðmenn eða aðrar frændþjóðir aumka sig ekki yfir okkur en þeir vilja væntanlega sjá okkur standa okkur fyrst.
Gunn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.